Fimmtudagur 18.07.2013 - 14:13 - Lokað fyrir ummæli

Svigrúmið lítið

Svigrúm ríkisins til launahækkana virðist ansi takmarkað.  Samkvæmt nýjum ríkisreikningi  fyrir árið 2012 var hallarekstur ríkisins 10 ma kr meiri en áætlað var, eða um 36 ma kr.

Heildarlaunakostnaður ríkisins er um 140 ma kr. á ári eða tæplega 25% af gjöldum ríkissjóðs.  Hver 10% hækkun á launum kostar því 14 ma kr.

Það er markmið stjórnarinnar að minnka ríkishallann á sama tíma og skattar eiga að lækka.  Þetta þýðir aðeins eitt – meiri niðurskurð.

Til að halda jafnvægi í ríkisfjármálunum verða launahækkanir fram yfir verðlagsþróun aðeins fjármagnaðar með fækkun ríkisstarfsmanna.  Því má ætla að 10% almenn launahækkun hjá ríkinu kalli á 5% fækkun ríkisstarfsmanna í viðbót við aðrar aðhaldsaðgerðir. M.ö.o til að ríkisstarfsmenn fái hærri laun þarf að fækka þeim.

Það kæmi ekki á óvart að fjárlög fyrir 2014 innihaldi fækkun ríkisstarfsmanna upp á 10%.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur