Miðvikudagur 17.07.2013 - 11:39 - Lokað fyrir ummæli

Franska leiðin

Umræða um heilbrigðiskerfið er ekki nógu öguð.  Kerfið skiptist upp í tvo megin þætti: 1) tryggingarþátt og 2) þjónustuþátt.

Nær öll umræðan er um þáttöku einkaaðila í þjónustuhlutanum en hún er auðvita nú þegar mikil þó einkaspítalar séu enn bannorð á Íslandi.

Hinn þátturinn er alveg jafn mikilvægur, þ.e. hvernig staðið er að tryggingarþættinum.  Í dag er þetta mjög frumstætt, annað hvort borga opinberar sjúkratryggingar eða einstaklingurinn.  Það vantar inn tryggingar fyrir þann hluta sem sjúkratryggingarnar borga ekki.

Íslenska kerfið er ekki eins og breska kerfið þar sem opinberir aðilar borga svo að segja alla þjónustuna og ekki heldur eins og franska kerfið þar sem flestir kaupa sér aukatryggingu til að standa straum að þeim útgjöldum sem falla fyrir utan opinbera kerfið.

Það er alveg ljóst að í framtíðinni þarf að fara blandaða leið í heilbrigðismálum.  Hlutur einkaaðila í bæði þjónustuþættinum og tryggingarþættinum mun aukast.  Skuldastaða ríkissins verður helsti drifkrafturinn hér, þökk sé hruninu!

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur