Þriðjudagur 30.07.2013 - 06:07 - Lokað fyrir ummæli

Íslenskur kirchnerismi?

Það gustar af Eygló Harðardóttur í nýjum pistli hennar um skuldaleiðréttingu Framsóknar.

Hér virðast Íslendingar hafa eignast sína eigin Cristina Kirchner.

Eygló segir:

Stjórnvöld telja rétt að þeir sem orsökuðu hækkun verðtryggðra skulda greiði fyrir leiðréttinguna.

Þetta er athyglisverð nálgun sem virðist snúa lögmálum hins kapítalíska fjármálakefis á höfuðið um hlutverkaskiptingu á milli hluthafa og lánveitenda.

og seinna segir hún:

Ef smáríki á borð við Ísland kynni að leiðrétta skuldir heimilanna á kostnað fjármagnseigenda, þá gæti kannski fleirum dottið í hug að gera það sama

Hér er talað tæpitungulaust.  Eins og í Argentínu mega fjármagnseigendur og erlendar skammmstöfunarstofnanir fara að vara sig.  Slíkir aðilar munu ekki eiga sjö dagana sæla á Íslandi frekar en í Argentínu.

Öxull skuldara snýst nú í Atlantshafi á milli Reykjavíkur og Buenos Aires.  Krónan mun blómstra líkt og pesóinn í þessu nýja umhverfi.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur