Laugardagur 20.07.2013 - 07:10 - Lokað fyrir ummæli

Kjararáð

Kjararáð er klassísk séríslensk lausn sem á endanum verður að vandamáli.

Tilraunir stjórnmálamanna til að handstýra launum og kjaraþróun eru dæmdar til að renna út í sandinn.

Síðasta ríkisstjórn setti upp reglur um hvernig ætti að takmarka launagreiðslur án þess að hugsa málið til enda.  Hvernig og við hvaða aðstæður væri hægt að lyfta ákvæðum kjararáðs?

Svo virðist vera að eina viðmið kjararáðs hafi verið að hægt væri að gefa ríkistoppunum launauppbót um leið og Jóhanna væri farin úr forsætisráðuneytinu, óháð stöðu og stefnu í ríkisfjármálum.

Ákvörðun kjararáðs kemur á versta tíma fyrir nýja ríkisstjórn.  Eðlilega munu þeir sem hafa lægri laun en topparnir vilja sína uppbót.  Ákvörðun kjararáðs verður sterkt vopn í  þeirri baráttu.  Hvernig á að fjármagna slíkar kröfur þegar fyrir eru á listanum skattalækkanir, skuldaniðurfellingar og ýmsar leiðréttingar til fjölda þjóðfélagshópa.  Allir vilja sitt en enginn vill fjármagna kostnaðinn.

Litla gula hænana á ekki sæla daga á Íslandi.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur