Föstudagur 30.04.2010 - 15:31 - 2 ummæli

„Slimy Bastards“

Listinn í Time um verstu skúrka 2010 er um margt athyglisverður, ekki síst fyrir að þar trjóna 3 Íslendingar sem fulltrúar allra Norðurlandanna (og líklega Evrópu).  Hér á Ísland heimsmet sem seint verður slegið.

En lítum aðeins nánar á þennan lista og þá sérstaklega á þá sem koma úr viðskiptaheiminum.  Þeir eru:

1. Tom Anderson, Myspace

2. Björgólfur Guðmundsson, Landsbankinn

3. Jón Ásgeir Jóhannesson, Baugur

4. Hreiðar Már Sigurðsson, Kaupþing

5. Bernie Madoff, Wall Street fjárfestir

6. Angelo Mozilo, Countrywide

7. Joe Cassano, AIG

8. Jamie McCourt, LA Dodgers

9. Dick Fuld, Lehman Brothers

Íslendingar fylla 1/3 af þessum lista, hinir eru Bandaríkjamenn.  Miðað við höfðatölu eru 500 sinnum meiri líkur á að finna skúrka í viðskiptaheiminum á Íslandi en í Bandaríkjunum.  Kemur það á óvart?

Bandaríkjamenn sem eru á þessum lista eru annað hvort í fangelsi eða fara huldu höfði.  Ekki tíðkast þar að hleypa svona fólki á forsíður fjölmiðla í hvert skipti sem því þóknast að tjá sig út frá sínum forsendum og á sínum nótum.

Er furða að útlendingar séu skeptískir á viðskiptahæfileika og siðferðisvitund Íslendinga.  Svona umtal í einu stærsta og víðlesnasta tímariti hins enskumælandi heims mótar viðhorf útlendinga til Íslendinga.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Takk fyrir fróðlega framsetningu. Þetta er sannarlega með ólíkindum.

  • Það vantar algjörlega upp á það að Rannsóknarskýrsla Alþingis sé kynnt erlendis þannig að fólk annars staðar geri sér grein fyrir því hvað átti sér stað hérna.
    Enn fremur er mikilvægt að vara fólk í London, Luxembourg og Sviss við þeim íslensku fjárglæframönnum sem þar hafa tekið sér bólfestu eftir að hafa rænt flestar fjármálastofnanir víða um heim.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og þremur? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur