Föstudagur 30.04.2010 - 18:41 - 5 ummæli

Stjórnmálavæðing alþjóðabankakerfisins

Hinn gríski fjármálaharmleikur á eftir að draga dilk á eftir sér.  Mikið er nú rætt erlendis um hvernig bankastarfsemi og lánveitingar munu breytast á næstu árum.  Eitt sem margir búast við að gerist er svokölluð stjórnmálavæðing lánafyrirgreiðslu og þá sérstaklega á lán yfir landamæri.

Í framtíðinni er líklegt að bankar starfi mest á sínum heimamarkaði og innan síns myntsvæðis.  Eftirlitsaðilar og stjórnvöld munu setja mög strangar reglur um lánastarfsemi yfir landamæri.  Vandamálin í Grikklandi má að hluta til rekja til gríðarlegra lánveitinga frá þýskum og frönskum bönkum til Grikklands.  Þetta vilja Frakkar og Þjóðverjar stoppa.  Lánveitingar yfir landamæri verða því í framtíðinni ekki eingöngu á hendi bankamanna.  Stjórnmálamenn og eftirlitstofnanir munu fylgjast mjög vel með að bankar í þeirra löndum haldi sér innan þröngra marka svo ekki komi til að skattgreiðendur í þessum löndum þurfi að bjarga erlendum aðilum.

Afleiðing af þessu er að fyrirtæki verði að reiða sig á bankafyrirgreiðslu frá innlendum bönkum og sætta sig við innlendan fjármagnskostnað.  Stór alþjóðafyrirtæki með mikla erlenda starfsemi og gott sjóðstreymi munu geta notfært sér þetta með því að fjármagna verkefni á jaðarsvæðum á ódýrari hátt en innlendar lánastofnanir eða ríki hafi bolmagn eða lánstraust til.

Gangi þetta eftir getur endurfjármögnun íslenskra fyrirtækja á erlendum lánum orðið erfið á næstu árum nema með því fá stóra erlenda aðila sem hluthafa inn í stærstu fyrirtæki landsins.

Á síðustu 100 árum hefur íslenska hagkerfið byggst að mestu upp á erlendir lántöku og innlendu eignarhaldi.  Í framtíðinni gætum við orðið að sætta okkur við að byggja upp á blandaðan hátt með síauknu erlendu eignarhaldi.  Ísland verður vart tekið aftur inn í 1. flokk lánshæfra þjóða fyrr en heildarskuldir ríkisins falla niður fyrir 60% af landsframleiðslu.   Það skeður varla fyrr en um 2040!

Næsta kynslóð Íslendinga mun í auknu mæli vinna fyrir erlenda eignarhaldsaðila.  Aðeins þannig verður hægt að standa vörð um lífskjör í landinu.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Hvort ert þú nú að spá Bandaríkjum Evrópu eða endalokum ESB?

    ESB í núverandi mynd fengi ekki staðist ef þessi spádómur rættist.

  • Andri Geir Arinbjarnarson

    Hans,
    ESB mun standa en breytast og þá sérstaklega myntbandalagið. Það eru tvær tegundir af hagkerfum í Evrópu, sterk og veik. Annað hvort fer ESB Bandaríkjaleiðina og Þjóðverjar taka hagstjórnina yfir (ólíklegt) eða við fáum „tvöfalt“ myntkerfi þ.e. peso / dollara leiðina. Norður og Mið Evrópa yrði þá með evru en jaðarlöndin sem ekki geta fylgt sterkri hagstórn verða að taka upp og sætta sig við eins konar PIGS evru, veikan gjaldmiðil sem hægt er að fella og laga að lélegri hagstjórn.

    Hvað Ísland varðar eru við í PIGS hópnum, við eigum ekki samleið með hinum Norðurlöndunum, Hollandi, Þýskalandi, Frakklandi og Austurríki.

  • Þetta er athyglisvert hjá þér.
    Hins vegar hefur íslensk hagstjórn borið af annari víða um heim og þó víðar væri leitað og íslenska krónan sýnt af sér gríðarlega aðlögunarhæfni, svo eftir hefur verið tekið um heim allan og þó víðar væri leitað sko! Með íslensku krónuni er hagstjórn pís of keik enda hægt að hækka og lækka en einkum og sér í lagi lækka gengi hennar gagnvart aumingjagjaldmiðlum eins og dollar og evru sen varla má hreyfa við án þess að skrælingjamarkaðir erlendis skjálfi og nötri. Auk þess er maturinn eitraður þarna úti og þó víðar væri leitað. Það er því óhjákvæmileg niðurstaða sérhvers hugsandi manns að upptaka alheimskrónunnar er óhjákvæmileg ásamt innleiðingu íslenskra vinnubragða við hagstjórn skrælingjalanda víð um heim og þó víðar væri leitað.
    Neeiiiii segi bara sona 🙂
    Sumarkveðja að norðan.

  • Svartálfur

    Ég held að hluti af vandanum sér einmitt að bankar lánuðu grískum stjórnvöldum (og kannski öðrum stjórnvöldum) því hinn vestræni fjármálaheimur trúir því statt og stöðugt að mistök í lánveitingum og hagstjórn verði ávalt greitt af einhverjum skattborgurum. Þetta séu í raun áhættulausar fjárfestingar.

  • Áhugavert hjá Svartháfi og það sama á auðvitað um fyrirtæki. Það er galið að lánveitandi eignist það sem lánað er til við þrot. Þetta kyndir undir óábyrgar lánveitingar. Réttast væri að endurfjármagna ekki neitt og segja þessum fuglum að veð þeirra séu ógild => skuldlaus fyrirtæki í góðri stöðu.

    En til að varnast þjófnaði þurfa Lífeyrissjóðir og ríkið að selja sitt í útlöndum og flytja heim sem seðla (gull, demantar, etc.).

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og þremur? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur