Laugardagur 01.05.2010 - 08:45 - 12 ummæli

Spaugstofan Ísland

Sú staðreynd að grínframboðið Besti flokkurinn skuli mælast sem einn stærsti stjórnmálaflokkurinn í Reykjavík fyrir þessar sveitastjórnarkosningar er einhver sú mesta niðurlægin sem hugsast getur fyrir fjórflokkinn.

Stefnuskrám gömlu flokkanna er hafnað af stórum hluta kjósenda, ekki vegna innihaldsins heldur vegna þeirra einstaklinga sem hafa það eina markmið að halda persónulegum völdum sama hvað á gengur.

Nú virðast kjósendur hafa sagt hingað og ekki lengra.  Annað hvort hreinsa flokkarnir sig eða þeir verða niðurlægðir og sniðgengnir af kjósendum.  Þeir sem stóðu vaktina fyrir og um hrun þurfa að stíga til hliðar.  Þetta á við um Alþingi jafnt sem sveitarstjórnir.

Það sorglega er að eftir eitt og hálft ár frá hruni virðast helstu persónur og leikendur hrunsins ekki skilja að þeir verði að draga sig í hlé.  Þetta er nauðsynlegur þáttur í endurreisninni.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (12)

  • Guðmundur Jónsson

    Góð greining.
    Það merkilega er að ég held að Jón Gnarr muni hreint ekki standa sig nokkuð verr en fjórflokkurinn. Það er einfaldlega ekki hægt að standa sig verr en fjórflokkurinn hefur staðið sig í borginni á síðasta kjörtímabili.

    (REI, tæknilegt gjaldþrot OR, Laugavegur 4-6, fjórir meirihlutar, ísskápamálið, lóðaúthlutanir til bróður Villa borgarstjóra, golfmálið… og ég er ábyggilega að gleyma einhverju 🙂 )

  • Sammála þér Andri Geir og sammála þér Guðmundur Jónsson.

  • Tek undir orð Andra og þeirra sem hafa tjáð sig.
    Kveðja að norðan.

  • Skarpion

    Dr. Gunni bíður eftir smurfé (mobilazation money)

  • Innilega sammála og get ekkibeðið eftir að kjósa Besta flokkinn. Besta tækifæri lengi til að sýna fjórflokknum hvað við meinum. Ekki hlustar þetta lið eða tekur að neinu leyti mark á því þegar við gagnrýnum stórkostlega vond vinnubrögð þeirra. Leiðin er einfaldlega að kjósa grínframboðið og taka þannig af þeim þeirra kærustu völd. Verður gaman að heyra fyrstu viðbrögð frambjóðenda fjórflokksins þegar kosið verður þegar þau reyna að segja eitthvað gáfulegt við algjöru hruni sínu.

  • SPAUGSTOFAN? Jón Gnarr er ALVÖRUGRÍNISTI. Þú ættir snarlega að biðjast afsökunar á að rugla honum saman við spenagrínistana sem í 20 ár hafa fengið stórfé greitt fyrir afskaplega takmarkaða fyndni á RÚV. VOna að þeirra tími sé liðinn, kominn tími á nýtt blóð.

  • Kjósandi

    Tek undir þetta.

    Það er hálf sorglegt eitthvað að sjá þá stjórnmálamenn sem voru viðloðandi bankana og það svínarí sem átti sér stað, sitja sem fastast. Eins og viðkomandi skilji ekki að þeir verði að víkja.

    Aumkunarvert.

  • Takk fyrir góðan pistil!
    Ég ætla að kjósa Besta flokkinn til að sýn hinum fingurinn.

  • Ég mótmæli því að Besti flokkurinn sé eitthvert djók. Hin framboðin eru hinir sönnu spaugarar. Nóg hefur verið logið að okkur. Besti flokkurinn er dauðans alvara og hana nú!

  • Ómar Kristjánsson

    Mér finnst nú athyglisvert hve fylgi flokkanna breytist lítið á landsvísu miðað við síðustu könnun. Jú, um 5% frá D yfir til VG. Sem sagt nánast engin breyting.

    Varðandi Jón, þá er hann að fá um 1/5 atkvæða. Þetta gæti verið kvikt og minnkað verulega er dregur að kosningum.

    Byggist mikið á hvernig hann heldur á efninu í framhaldinu.

    Framsók er að bæta við sig í Reykjavík frá síðustu könnun og ná líklega sínum manni að venju, sjallar eiga örugglega eftir að bæta við sig frá þessari könnun . Maskínan er ekkert komin í gang.

    Svo er hálfgerður frjálshyggjublær á Besta flokknum – og ennfremur tala þeir illa um skandinavískt fyrirkomulag. Er þetta ekki bara grínútgáfan af sjallaflokk ?

  • Nú er bara að vona að þetta verði Besti Lands flokkurinn,

  • Stóru tíðindin eru náttúrulega hversu fáir taka afstöðu, það segir okkur að enginn valmöguleiki hugnast kjósendum. Það eru mjög alvarleg tíðindi og sínir enn og aftur að kerfið er dautt og þarfnast endurnýjunar.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og fimm? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur