Fimmtudagur 29.04.2010 - 13:40 - 14 ummæli

Grikkir gera okkur Icesave grikk

Frestur er á illu bestur hefur verið íslenska strategían í Icesave málinu en Grikkir gætu komið henni í uppnám.  Vaxtakrafan á 2 ára grísk ríkisskuldabréf er nú yfir 20%.  Skuldavandi Grikkja gæti komið annarri kreppu af stað í Evrópu með ófyrirséðum afleiðingum, sérstaklega ef Grikkir neyðast til að fara í skuldaaðlögun eins og margir fjárfestar búast við.

Í þeim fjármálastormi sem þá mun skella á Evrópu er ekki gott að vera með Icesave og endurfjármögnun ríkisins, sveitarfélaga og stærstu fyrirtækja óafgreidda. Vert er að muna að í augum flestra erlendra aðila er Ísland fyrir aftan Grikkland hvað varðar fjármálastöðuleika, og það sem gengur yfir Grikki verður líklega látið ganga yfir Ísland.  Það verður erfitt að veita Íslendingum einhverja sérmeðferð á meðan allt brennur við Miðjarðarhafið.

Árið 2010 gæti reynst lognið á undan storminum – 2011 gæti orðið afdrifaríkt ár fyrir Ísland.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (14)

  • Íslendingar munu samt bara öskra að allir séu á móti okkur og við borgum ekki og valda landinu enn meiri skaða :/

  • Að lokum verður niðurstaðan sú þegar öll ríki Evrópu eru komin í skuldahelsi og geta ekki greitt þá munu fara fram alsherjar afskriftir til að koma löndunum aftur í gang. Nokkurs konar núllstilling hagkerfa.
    Sett fram án ábyrgðar og í kæruleysiskasti 🙂
    Kveðja að norðan.

  • Við borgum enga vexti á Icesave. Við þjóðnýtum lífeyrissjóði og skuldum sjálfum okkur.

  • Sigurður #1

    Á meðan enginn einastai maður á jörðinni hefur getað sýnt fram á að við skuldum bretum þennan pening, þá lít ég svo á að ekki sé um neina skuld að ræða, heldur eingöngu hvort við séum tilbúin að taka skuld annarra yfir á okkur.

    Það hefur enn ekki tekist, og því er ekki um neina skuld að ræða.

    ……ennþá.

  • það stefnir allt í núllstillingu… vonandi kostar það ekki stríð

  • Andrés Böðvarsson

    Sigurður, hvað viltu kosta miklu til til þess að sýna öðrum fram á að við skuldum ekki þennan pening? Er í lagi að sú upphæð sé hærri en líklegur Icesave vaxtakostnaður þegar upp verður staðið?

  • ekki sammála.
    Skv. IceSave átti IceSave, sem að lagalega er hæpið eða a.m.k. tæpt að vera í einhverjum sérflokki og með mun meiri aðfararheimildir en „venjulegar“ skuldir, sem að engin áhöld eru um.

    Þá snýst IceSave um það hvort að almennir borgarar eigi alltaf að taka upp veskið og borga. Þjóðverjar eru hikandi, vegna þess að þeir vilja ekki leggja þetta á þýska skattborgara. Siðferðislega séð hlýtur þetta að styrkja okkar stöðu því að það verður erfitt að krefjast þess af okkar skattborgurum að borga þegar aðrar þjóðir telja að það sé rangt í sambærilegri stöðu.

  • Sigurður #1

    Andrés.

    Ég hef ekki enn getað séð nein rök að það hafi kostað okkur neitt að hafna þessu.

    Þeir sem halda að hér væri 4% hagvöxtur og ódýrt lánsfé flæðandi yfir allt og alla ef búið væri að afgreiða ríkisábyrgð á þessa rukkun breta verða bara að sýna fram á það með einhverjum rökum.

    Óleyst Icesave er ekki ástæðan fyrir því að hér sé kreppa, og allt stopp.

    Svo er alveg magnað hvernig sumir tala eins og málið sé leyst og afgreitt með því að skrifa undir kröfuna.

    Það er bara ekki þannig, Steingrímur segir gríðar erfitt að loka 100miljarða fjárlagagati á ríkissjóði, og þá er eftir að borga vexti af Icesave.
    Hver er vaxtakostnaðurinn á 750 – 1000 miljarða á ári þegar vextirnir eru 5,55% ?

    Og hvar á að skera niður fyrir þeim vaxtakostnaði?

  • Svavar Bjarnason

    Við getum öskrað okkur hás út af ICESAVE.
    En fyrst þegar búið verður að afgreiða þetta mál og rykið hefur sest, getum við metið hvort þessi langa bið hafi borgað sig eða ekki.

  • held að það sé sterkt að bíða með IceSave þangað til að viðbrögð annarra þjóða við sambærilegum málum þ.e. hvort að þau dempa þessu á skattborgarana, hafa komið fram.

    Þetta var annars skilyrði sem að nýjasta íslenska sendinefndin setti fram, þ.e. ef að svipuð staða kæmi upp annars staðar að mið yrði tekið af því hvað menn ákvæðu þá og IceSave þá gert afturvirkt í samræmi við það. Því höfnuðu viðsemjendur okkar alfarið.

    Því er erfitt að sjá að þetta veiki okkar stöðu.

    Eitthvert verða alþjóðlegir peningar að fara og það hlýtur að koma að því að Ísland verði áhugaverður kostur. Reyndar er það mjög gróft sem að stendur í nýjustu skýrslu ASG, en þar er það fínnt orðað með óbeinum hætti, að Ísland eigi að selja fiskinn og orkuna til erlendra gróðapunga sem eru í leit að skammtímagróða og could not care less um okkur.

    Að hafa af okkur lífviðurværið til framtíðar vegna lagalega mjög tæps máls, þ.e. IceSave, má aldrei verða!

  • Þjóðir í vanda eiga allar sem ein að neita að greiða skuldir opinbera aðila og láta fjárfesta taka skellin. Þetta er fín núllstilling á kerfinu sem bitnar aðalega á glæpamönnum í fjármálaheiminum (einkaaðilar). Allt raunverulegt hagkerfi stæði óskaddað eftir.

  • Ómar Kristjánsson

    gjald, það er ekkert annað „sambærilegt“ mál í gangi. Sorrý.

    Icesavemálið snýst um lágmarkstrygginu sem ríki á EES svæðinu veittu innstæðueigendum og er hluti af EES samningum. Umrædd lagaleg trygging hefur bein réttaráhrif og ríkjum ber að sjá svo til að lagaleg staða einstaklinga sé uppfyllt. Eigi fókið.

    Moreover er það brot á nefndum samningi að mismuna eftir þjóðerni/búsetu.

    Það er ekki eins og um sé að ræða einhver kjarnorkuvísindi í þessu tilviki.

    Það að þýskarar eru sagðir vilja lána Grikkjum með ákv. skilyrðum, tengist icesaveskuldinni – uuu hvernig ?

    Fólk: Fullorðnist.

  • Skallagrímur

    Það væri ráð að senda grikkjum þá Svavar og Indriða.

  • Rétt læti

    Skitmundur Davíð segir að það sé ekkert að því að bíða og hann veit allt.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af átta og einum? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur