Fimmtudagur 29.04.2010 - 10:57 - 2 ummæli

OR gagnrýnir boðberann Moody’s

Þegar stjórnarformenn byrja að gagnrýna lánshæfishorfur opinberlega eru vandamálin sjaldan langt undan.  Sú staðreynd að Landsvirkjun fær betri einkunn en OR er einfaldlega sú að Landsvirkjun er betur rekið fyrirtæki.  Þetta ætti stjórnarformaðurinn að íhuga!

Vandamál OR er frekar einfalt, tekjur duga ekki fyrir skuldum.  Lausnin er hækkaðar tekjur en það þýðir taxtahækkun á notendur.  Út frá viðskiptalegum sjónarmiðum hefðu taxtar átt að hækka fyrir löngu til að taka á þessum vanda.  Frestun á taxtahækkun gerir vandann einungis verri og skellurinn fyrir neytendur verður enn verri þegar hann kemur.

Hins vegar hentar það ekki stjórnmálamönnum að hækka taxta fyrir kosningar og þar með eru þeirra hagsmunir settir ofar viðskiptalegum hagsmunum OR.  Það er því ekki hægt annað en að draga þá ályktun en að OR sé rekið út frá pólitískum forsendum og það skýrir ákvörðun Moody’s.

Stjórnarformaður OR hefði frekar átt að gagnrýna stjórnmálamenn en boðberann Moody’s.  Hitt er víst að hækkun taxta OR eftir kosningar verður myndarleg kúla, sem stækkar dag frá degi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (2)

  • Sæll

    Auðvita fáum við skattborgarar að borga ævintýra fjárfestingar OR
    En hefurðu skoðað hvað Reykjavíkurborg tók í arðgreiðslur af OR á síðasta ári ?, á samatíma og laun voru lækkuð hjá starfsmönnum OR.

  • Einn upplýstur

    „Það er því ekki hægt annað en að draga þá ályktun en að OR sé rekið út frá pólitískum forsendum…“
    Þetta er búið að vera svona með Landsvirkjun í mörg ár og nú er Hörður að breyta þessu, sem er stórkostlegt afrek.
    En hvenær ætlar OR að fara að setja faglegan og rekstraþenkjandi forstjóra, í staðinn fyrir einhvern Framsóknarmanninn sem hefur verið rosa duglegur að sækja kaffi á flokksfundum?

    Það væri óskandi að næstu valdhafar í Reykjavík hafi pólitískt þor til að hætta að setja pólitíska borgarfulltrúa í stjórn, heldur skipa þar faglega sérfræðinga, og ráða reynsluríkan, rekstrarþenkjandi forstjóra, hokinn reynslu.

    Pólitíkusar hafa ekkert að gera í fyrirtækjarekstur til að reka þau á pólitískum forsendum. Það er bara vísir á gjaldþrot og skaða fyrir skattgreiðendur.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fimm og fjórum? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur