Miðvikudagur 21.04.2010 - 16:55 - 12 ummæli

Hlutur Björgólfs í Verne til almennings

Iðnaðarnefnd Alþingis ræðir nú á föstudag hina vandræðalegu stöðu sem komin er upp í Verne Holding.  Hér er um mikilvægt verkefni að ræða þar sem erlendir fagfjárfestar koma að.  Það er vægast sagt óheppilegt að íslenskir stjórnarmenn sem sitja í Verne skuli sitja fyrir hönd Björgólfs Thors.

Eftir að Skýrslan kom út getum við ekki verið þekkt fyrir að taka ekki á þessu vandamáli.  Við einfaldlega verðum að koma þessum íslenska eignarhluta í hendur almennings og setja inn almennilega stjórnarmenn sem geta komið fram fyrir hönd Íslands með sóma.

Nú er tækifæri fyrir Björgólf að stíga fram og láta verk fylgja orðum.  Hann á að hafa frumkvæði að því að selja sinn hlut í Verne til almennings á sómasamlegum afslætti.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (12)

 • Góð hugmynd.

 • Snæbjörn Björnsson Birnir

  Hversvegna ekki..? Svo lengi sem hans nafn kemur nálægt þessu, þá á ekki að styðja þetta á nokkurn hátt. Svo er bara spurningin: Hvar finnast almennilegir stjórnarmenn í dag…??

 • Andri Geir Arinbjarnarson

  Kaupverð almennings á auðvita að renna beint upp í skuldir. Þannig koma þessir peningar aldrei í hendur Björgólfs.

 • Þetta er nú ekki svo einfalt. Hlutur BTB er veðsettur í botn eins og allt annað, þannig að það væri bara einhver annarr sem fengi féð (sennliga skúffufélag á aflandseyju sem BTB á). Hugmyndir hans um að borga skuldir er að ganga formlega frá afskriftum á skuldum og halda eignum því hann er auðvitað búinn að heinsa innan úr félögunum allt sem verðmætt er og koma fyrir á Tortola.

 • Thrainn Kristinsson

  það ætti að vera nokkuð augljóst að Björgúlfur braskar ekki með eigin peninga heldur peninga sem hann fær lánaða…

 • Haraldur í skryplalandi

  Ef svona er í pottin búið á verður bara að slá þetta af og útaf borðinu með fororði um það að taka þráðinn upp að nýju með nýrri byrjun á þjóhagslegum forsendum, ef það er ekki hægt þá er málið afgreitt og búið.
  Næsta mál.

 • Jón Jón Jónsson

  Dæmalaus della í Andra Geir!

  Venjulegur sligaður almenningur á engan pening í dag, til kaupa í hlutabréfum andskota þeirra. Nóg hefur sligaður almenningur verið hæddur og spottaður!
  Gumsið á að gera upptækt okkur öllum til handa – og Bjöggarnir geta sópað göturnar ævilangt…í þegnskaparvinnu…með restinni af banka-ræningjunum!

  Átt þú pening í dag Andri Geir?

 • Bankarnir eru fullir af peningum. Það eru um 1000 ma sem sitja á alls konar innlánsreikningum.

  Við verðum að fara að koma hlutabréfamarkaðinum af stað.

  Ein aðferð til að lækkka skuldir þjóðarbúsins er að fyrir almenning að kaupa eignir útrásarvíkinganna. Almenningur eignast fyrirtækin á góðu verði og kaupverðið fer í að greiða skuldir. Þetta hjálpa hagkerfinu að komast af stað og arður af bestu fyrirtækjum landsins rennur í vasa almennings.

  Við verðum að fara að hugsa heilstætt um þessa hluti. Líkurnar á að allir útrásarvíkingar verði dæmdir til að afhenda allar sínar eigur eru hverfandi.

  Bankar og kröfuhafar þurfa hér að vinna saman með hag almennings að leiðarljósi.

  Markmiðið er dreift eingarhald á íslenskum fyrirtækjum.

 • Tómas Einarsson

  Kaupa hvað?!

  Áhættufjárfestinguna gagnaver? Er þetta gagnaver komið með einhverja kúnna? Það er ekki að sjá á heimsaíðu þessa fyrirtækis. Þetta hljómar eins og DeCode ránsferðin um árið, þegar allir sem áttu í fyrirtækinu göbbuðu almenning til að kaupa.

  Það væri flott að geta stofna fyrirtæki um einhver áform og selja svo almenningi hlutabréfin.

  Ef t.a.m. Google sýndi því áhuga á að flytja einhverja servera til Íslands þá færi um leið heilmikil pólitískt ferli af stað. Og þá á ég við ferli í því landi sem þessir serverar standa í dag, engin pólitíkus eða fyrirtæki sleppir slíkum kúnna frá sér eða úr landi á baráttu.

  Andir, ef þetta er svona svakalega sniðugur fjárfestingakostur hlýtur þú að vilja kaupa hlutabréf sjálfur í þessu fyrirtæki. Ef þú vilt hvetja almenning til þess skaltu rökstyðja það útfrá fjárfestingasjónarmiði en ekki einhverju hefndarsjónarmiði.

  Virðingarfyllst.
  TE

 • Jón Jón Jónsson

  Tími fjármagnseigendanna er eilífur í huga þínum Andri. Hugsaðu betur og af sanngjarnari hætti. Við viljum heiðarleika, sannleika og uppgjör, við sem vorum hædd og smánuð…og rænd.
  Venjulegur, og hinn raunverulegi almenningur, heimtar uppgjör, ekki nýtt gambl…….fárra sem eiga enn peninga á okurvöxtum á bönkum ræningja!

  En auðvitað er sjálfsagt að hlutabréfamarkaður verði virkjaður, eftir uppgjörið. Það uppgjör hefur ekki enn átt sér stað!

 • Flott hugmynd. Eins og margar aðrar sem þú leggur fram. Ég vil hvetja þig til þess að vera harðari í því að koma skoðunum þínum á framfæri og helst í framkvæmd. Hefurðu íhugað þátttöku í stjórnmálum?

 • Hann á ekki að „selja með afslætti“ – hann á að afhenda þetta endurgjaldslaust. Fyrsta innborgun hans til þess að endurgreiða skuld sína við landið.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og fjórum? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur