Fimmtudagur 22.04.2010 - 07:16 - 6 ummæli

Grynnka þarf á skuldum með sölu til almennings

Síðasta færsla mín um Verne Holding hefur vakið athygli en ég vildi setja hana í heilstætt samhengi til að forða misskilningi.  Í nýrri skýrslu AGS kemur fram að eitt helsta áhygguefni hér á landi eru skuldir einkageirans og þar erum við að tala um skuldir fyrirtækja að stærstum hluta.

Til að grynnka á þessum skuldum þurfa menn að selja eignir.   Á sama tíma eru bankarnir fullir af peningum sem þurfa að fara út í atvinnulífið.  Hér þarf að jafna hlutina út og nota tækifærið að koma eignum í dreift eignarhald.

Praktísk og fljótleg leið er að selja bestu fyrirtæki landsins til almennings (hér á ég líka við lífeyrissjóðina).  Þar með rennur arður af þessum eignum í vasa fólksins í landinu en ekki skuldugra útrásarvíkinga.

Samhliða þessu þarf að koma hlutabréfamarkaðinu af stað, en það myndi efla atvinnulífið til mikilla muna.  Í haust verða 2 ár liðin frá hruninu.  Við getum ekki endalaust þrasað og beðið eftir að eitthvað fullkomið gerist, einhver þarf að hafa frumkvæðið og setja hlutina af stað.  Því fyrr því betra.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (6)

  • Sæll Andri..

    Ég er algjörlega sammála þér að það nauðsynlegt að endur reisa markaðinn, þannig að lítil og meðal stór fyrirtæki eiga möguleika á fjármagna sig. Einnig þarf að koma fyrirtækjum í eigu bankana sem fyrst á markað..

    Mig langaði fá álit þitt á stofnun framtakssjóðs Íslands, sem er í eigu lífeyrissjóðanna. En markmið hans er að kaupa fyrirtæki með „vænlegan“ rekstargrundvöll. Sjóðurinn hefur einnig á stefnuskrá sinni að fara í samruna æfingar og sameina fyrirtæki. Sjóðurinn hefur meðal annars verið að reyna að kaupa Sjóvá..

    http://www.ll.is/files/bcgahddgga/Framtakssjodur_Islands_skilmalar.pdf

    Telur þú þetta vera besta leiðin fyrir Lífeyrissjóðina til koma til móts við íslenskt atvinnulíf? Deilir þú áhyggjum mínum að þetta fyrirkomulag bíður upp á spillingu eða í það minnsta tortryggni, þegar framtakssjóðurinn fer að stunda „verðmætamat“ á fyrirtækjum? Ég tala nú ekki um ef þeir ætla að fara út í samrunaæfingar.

    Ég þurfti í það minnsta að lesa markmið sjóðsins tvisvar, en ég taldi að framtakssjóðirinn væri til að halda utan um vegagerð.

    kv.
    Ingi Björn

  • Andri Geir Arinbjarnarson

    Ingi Björn,
    Ég hef vissar efasemdir um að framtakasjóðurinn sé nógu gagnsær og opinn. Hér þurfa allir að vinna saman. Bankarnir spila stórt hutverk hér þar sem þeir geta ráðið miklu um sölu eigna.

  • Hér á landi ríkir ótti við völd. Það þorir enginn að taka af skarið af ótta við að styggja hópinn, og við það þá missa menn álit. eða loose face.
    Þessvegna er einfaldara að gera ekkert….
    Hefur virkað hingað til.

  • Þetta er nokkuð sem mun gerast af sjálfu sér þ.e. að fé fólks mun leita í hlutafé vegna ávöxtunar. Því ef bankarnir eru að fyllast af peningum, en vaxtakrafa þeirra er of há og þurfa því að lækka innlánsvexti sína. Það eru svo fáir að borga fyrir þetta vaxtastig. Þannig að fyrir ávöxtun á sparifé þá mun fé leita í hlutafé. En þar kemur að hinu opinbera að þétta lagaramman í hlutafjárlögum. Einnig að ýta undir þessa innspýtingu í atvinnulífið með skattaívilnunum eins og afslátt af fjármagnstekjuskatt (ef EES reglur leyfa). Lykilmálið er að auka veltuna og framleiðsluna í hagkerfinu.

  • Guðbjörn Guðbjörnsson

    Ég er algjörlega sammála Shevron.

    Vandamálið er að enginn þorir að gera neitt eða segja neitt!

    Hér bíða allir eftir því að „eitthvað annað“ komi til sjálfsprottið og án atbeina nokkurs manns.

    Slíkt gerist ekki.

  • DROPLAUGUR

    SKULDABRÉFASJÓÐIR ERU ÓNÝTIR Á ÍSLANDI TIL NÆSTU 20 ÁRA VEGNA ÞESS AÐ ÞEIR GÖMLU FENGUST EKKI ENDURSKOÐAÐIR OG FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ HEFUR EKKERT TRAUST TIL NÆSTU 20 ÁRA. ÞANNIG AÐ ÞEIR VERÐA EFTIRLITLAUSIR OG EKKERT HEFUR Í RAUN BREYST .

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og sjö? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur