Laugardagur 24.04.2010 - 14:52 - 9 ummæli

Vel mælir Njörður

Karfan er nýtt lýðveldi með nýrri stjórnarskrá.  Ekkert minna dugar.  Nú er kominn tími til að stofna samtök lýðveldissinna sem berjast fyrir nýju og betra lýðveldi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (9)

 • Karfan?

 • Gagarýnir

  Er ekki einhver afneitun í gangi. Á morgun ætla ég að láta renna af mér og stofna nýtt lýðveldi.

 • Það var stofnuð heimssíða fyrir rúmu ári og á hana safnað undirskriftum undir áskorun til stjórnvalda um að efna til stjórnlagaþings til að semja nýja stjórnarskrá. Síðan var sett af stað eftir sambærilega grein eftir Njörð P Njarðvík í Fréttablaðinu 11.01.09 og viðtal við hann í Silfri Egils. Ólína Þorvarðardóttir var einn af hvatarmönnum að stofnun síðunnar og kom fram sem talsmaður hópsins, sem kallaði sig Nýtt lýðveldi og síðan hafði linkinn http://www.nyttlidveldi.is – Eftir því sem ég best veit er búið að loka henni. Það væri vel við hæfi að opna hana aftur og blása nýju lífi í þessa umræðu.
  Egill í Brimborg var og er mikill áhugamaður um nýja stjórnarskrá, en hann og fleiri völdu að fylgja málinu eftir með framboði til Alþingis. Borgarahreyfingin varð svo til úr einhverri samsuðu nokkurra hópa, meðal annars þess hóps sem Egill tilheyrði, og framhaldið vitum við.

 • Ólína sagði sig úr hópnum þegar hún tók þá ákvörðun að bjóða sig fram til Alþingis.

 • Já , hagsmunir gamla lýðveldisins eru sterkir.

 • Ásgeir Gunnarsson

  ég vil og þið fund með öllum kjörkuðum djörfum góðum öflum Islands á einn stað er vilja menneskjuni heiðarlega BARA vel og Þjóð-félai heiðarlega BARA vel (það er í raun svo einfalt ) ógráðugum ósérhlifnar heiðarlegar með snertt af göfgi t.d gæti það verið Þor s Birgittu, Borgarah,frjálslyndaf Hagsmunasamtökheimilana og f.l ,allra er eru ekki í sér hagsmunapoti og aula græðgis brjálæði , sundruð getum við EKKERT og 4flokks auðætararðráns mamons heimskra glysuga klíkan heldur áfram þjóð ráninu um ómunatíð

 • Til er ég.

  Nefndu stað og tíma og ég verð þar.

  Burt með dönsk-íslensku stjórnarskránna.

  Burt með flokksræðið.

  Nýja hugsun og stjórnarskrá.

  — Lýðveldisatök Íslands.

 • Alveg sammála, það sjá allir að þetta lýðveldi er fullreynt.

  Það virðist vera ljóst að Alþingi mun ekki taka af skarið í þessu efni, ráðandi öfl munu ekki láta völd af hendi.

  Það virðist því miður líka vera að heimasíðuklúbbar nái engum völdum né áhrifum. Það er rót af vanda gamla Íslands, grasrótarsamtök utan flokka eru áhrifalaus.

  Mér sýnist því miður að eina leiðin til að ná fram alvöru breytingum er að fólkið fari aftur út á göturnar, stjórnarherrar virðast ekki hlusta á annað.

 • Við þurfum ekki nýtt lýðveldi… við þyrftum helst að leggja niður lýðveldið… við getum ekki stjórnað okkur sjálf… það hefur marg- marg- margsannað sig og þeir sem ekki sjá það eru alvarlega veruleikablindir…

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og fjórum? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur