Miðvikudagur 21.04.2010 - 08:44 - 24 ummæli

Varnir Davíðs

Amx vefurinn gerir mikið úr varnarbréfi Davíðs sem hann ritaði rannsóknarnefndinni.  Nú eiga allir rétt á vörnum og sjálfsagt að lesa bréf Davíðs.

Varnir Davíðs byggja fyrst og fremst á vanhæfni nefndarmanna og þröngum starfsvettvangi Seðlabankans sem takmarkaði möguleika á björgunaraðgerðum.  Ábyrgðin lá hjá FME og ráðherrum, samkvæmt bréfi Davíðs, og vissulega er margt til í því.  Hins vegar verður að draga þá ályktun þegar bréf Davíðs er borið saman við Skýrsluna, að Davíð hafi verið kominn langt út fyrir sitt valdsvið og farinn að vasast í  verkefnum annarra.  Davíð mátti vita að allt í kringum hann voru skjálfandi hríslur sem ekki stóðu í lappirnar svo auðvelt var fyrir hann að stjórna því sem hann vildi.

Og þar er komið að kjarna málsins, hvers vegna beitti Davíð sér ekki fyrir því að sterkari menn völdust til áhrifa í flokknum hans og í embættismannakerfið þegar hann var ráðherra? Gaf þessi mannauðsveikleiki honum ekki frítt spil að gera það sem hann vildi og geta jafnframt skellt skuldinni á hríslurnar þegar eitthvað færi úrskeiðis?  Það var jú í hans ráðherratíð sem hinar mjög svo þröngu reglur um Seðlabankann voru samþykktar.

Það er erfitt að sjá að Davíð komi gagnrýnislaust út úr þessu.

PsAmx hneykslast yfir því að þetta bréf Davíðs skuli ekki hafa fengið meiri umfjöllun í fjölmiðlum.  En er það svo skrýtið.  Varla getur Mogginn farið að hampa þessu og ekki er mikil áhugi á Fréttablaðinu á skoðunum Davíðs.   Á furðulegan hátt sýnir þetta mál þá miklu krísu sem fjölmiðlar eru í á Íslandi.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (24)

 • öll þessi vitleysa, byrjaði þegar dabbi lækkaði skattinn til fyrirtækja.

 • Vandamálið með þig Andri .Er búinn að fylgjast með skrifum þínum á blog.is ,að þú ert einn af þessum mönnum sem ert með Davíðs heilkenni

 • Sig. Kári

  Þetta er léleg málsvörn fyrir Davíð.

  Hlutur hans í málinu er stór og víðtækur, allt frá hinni handstýrðu einkavæðingu bankanna til fúsklegra vinnubragða við yfirtöku Glitnis. Þar á milli var löng runa mistaka og vanrækslu.

  Getum við ekki bara losnað við þennan mann af dagskránni. Hans tími er liðinn og endaði með hamförum í fjármálalífi þjóðarinnar, fjármálalífinu sem hann átti sem seðlabankastjóri að vernda.

 • kg.

  Skortur á greind og skynsemi leiðir oft á tíðum til drulldabbablindu. Hún aftur á móti leiðir af sér ranghugmyndir.

 • Einn hlutinn í sorgarferlinu er að velta sér upp úr ástandinu og hvers er hvurs og hver gerði hvað.
  þegar allir eru búnir að fá nóg tekur lífið við aftur og uppbyggingin hefst.
  Stundum tekur áratugi að fyrirgefa.

 • Við lestur á andmælabréfinu, sem ég hvet alla til að kynna sér, þá virðist svo vera að nefndarmennirnig heilögu hafi varla þorað öðru en að „saka“ Davíð um eitthvað til þess að bloggarar og háværir álitsgjafar myndu ekki missa sig. Það virðist a.m.k. ekki hafa verið neitt tilefni til þess að segja hann né hina tvo seðlabankastjóranna, sem ávallt gleymast í umræðunni, hafa sýnt vanrækslu á neinn hátt.

 • Það er með ólíkindum hvað aðdáendur Davíðs eru blindir og geta verið í mikilli afneitun! Það er hlægilegt en um leið ákaflega sorglegt 🙁

 • Það að bréfi Mervyns King, þar sem boðin var fram aðstoð til að vinda ofan af íslenska bankakerfinu hafi ekki verið svarað segir allt sem segja þarf um Davíð (og hina seðlabankastjórana tvo)!

 • Hver nennir að lesa ruglið í manni sem vann að því í áratug að koma landinu á hausinn? Hans aðal afsökun er að hann er svo vitlaus að hann vissi ekki hvað hann var að gera.
  PS. Ég hef álíka mikið álit á JÁJ.

 • Bimmi.
  Ég myndi mæla með að þú læsir bréf Davíðs áður en þú tjáir þig um einhverja afneitun

 • Segir það ekki allt sem segja þarf um málsvörn Davíðs að hann fer í manninn en ekki í boltann?

 • Baldur hvað áttu við með því?

 • Ómar Kristjánsson

  Vörnin byggist líka á, á hvaða tíma sólarhringsins honum var afhent bréfið:

  „Að kvöldi 8. febrúar barst á heimili mitt bréf formanns nefndar…“ (bls 1)

  „.. í bréfi nefndarinnar, sem formaður hennar
  afhenti mér óvænt að kvöldi 8. febrúar s.l.,“ (bls. 16)

 • Það að bréfi Mervyns King, þar sem boðin var fram aðstoð til að vinda ofan af íslenska bankakerfinu hafi ekki verið svarað, er það vegna þess að Davíð vildi ekki vinda ofan af kerfinu eða voru það einhverjir aðrir.

  Gat Davíð tekið þá ákvörðun einn?

 • Halldór Á

  Davíð er dramadrottning. Þess vegna skiptir máli fyrir hann hvað klukkan var þegar hann fékk eitthvað afhent.

  Davíð er líka stálminnugur og veltir andstæðingum sínum upp úr smámunum sem hann einn man eftir og setur þá þannig auðveldlega út af laginu.

  Hey, þessi lýsing á Davíð er farin að minna óþægilega á aðra hverja eiginkonu landsins.

  Skyldi Davíð kannski bara vera kerling?

 • Með því að benda á að bréfið hafi borsti að kvöldi 8. febrúar, er hann að sýna fram á hversu lítinn tíma nefndin gaf honum og líklega öðrum sem bréf frá henni fengu, til þess að verja sig, eins og allir eiga rétt á skv. lögum.

  Nefndin var kominn á síðasta snúning með að skila skýrslunni og ólga ríkti vegna þess að henni hafði verði frestað, tvisvar. Sá örskammi tími sem nefndarmenn ætluðu sér, í að fara yfir andmælabréfin á ýtarlegan og vandaðan máta er óskiljanlegur. Sér í lagi í jafn stóru og mikilvægu verkefni og fyrir lá.

 • Halldór og fleiri viðrast ekki hafa neitt málefnalegt að leggja í þessa umræðu. Kemur nú kanski ekki á óvart.

 • Það er mikið atast í andstæðingum Davíðs og þeir sagðir vera með Davíðsheilkennið. Ég vil snúa þessu við. Er ekki rökréttara að álykta sem svo að þeir sem síknt og heilagt bera blak af DO séu frekar þeir, sem af einkenninu þjást? Kv…

 • Gunnar Tómasson

  Hér er umsögn mín um skyld efni fyrir ári síðan á bloggi Egils Helgasonar – sjá http://silfuregils.eyjan.is/2009/03/30/vidtal-vid-gunnar-a-frjalshyggjuvef/:

  Í viðtali okkar Egils [í Silfri Egils 2. febrúar 2009] lagði ég áherzlu á hjarðhegðun nútíma hagfræðinga og neikvæð áhrif hennar á prófessionalisma í stofnunum eins og Seðlabanka Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

  Í hagfræði jafnt sem eðlisfræði, þar sem Albert Einstein var einangraður í afstöðu sinni til ákveðinna grundvallaratriða síðustu þrjátíu ár ævinnar, eru orð Einsteins enn í fullu gildi:

  To be a perfect member of a flock of sheep, one must first of all be a sheep.

  Seðlabanki Íslands setti bönkunum reglu um gjaldeyrisjöfnuð skv. heimild í 13. gr. seðlbankalaga frá 2001 sem kvað á um að jákvæður eða neikvæður gjaldeyrisjöfnuður þeirra mætti ekki vera umfram jafngildi 10% af eigin fé þeirra.

  Í lok september 2008 var eigið fé innlánsstofnana um 1000 milljarðar og skv. reglunni hefði neikvæð gjaldeyrisstaða þeirra ekki að vera umfram 100 milljarða – en var í reynd neikvæð um liðlega 2800 milljarða.

  Hvað skeði?

  Í hagtölum Seðlabanka Íslands eru innlend gengisbundin útlán skilgreind sem innlend eign.

  Í reglu SÍ um gjaldeyrisjöfnuð bankanna eru innlend gengisbundin útlán skilgreind sem gjaldeyrir.

  Í septemberlok 2008 var innlend eign innlánsstofnana af þessu tagi liðlega 2900 milljarðar.

  Skv. reglu SÍ var því gjaldeyrisjöfnuður þeirra jákvæður um ca. 100 milljarða.

  Það er útilokað að enginn starfsmaður Seðlabanka Íslands hafi áttað sig á þessari ruglútfærslu á heimild SÍ að setja bönkunum reglu um gjaldeyrisjöfnuð.

  Af hverju var ekki útfærslan leiðrétt?

  Af hverju sagði enginn neitt?

  Af hverju álasar SÍ bankana fyrir erlenda skuldsetningu langt úr hófi fram?

  Svarið liggur í augum uppi:

  Skortur á fagmennsku og hjarðhegðun hagfræðinga SÍ.

 • Eftirlitskerfið með bönkunum enn í lamasessi.Banki gæti fallið og enginn vitað af því.Eftirlitskerfið er enn við lýði og óbreytt segir Seðlabankastjóri. Kvað segir það manni er hægt að dæma fyrrverandi Seðlabankastjóra, þegar þeir sem létu hæst gera ekkert til að laga það nú.

 • Gunnar Jónsson

  Davíð varaði við aðsteðjandi vanda. Fyrir td. 2 1/2 árum varð mikið fjaðrafok í bönkunum og hagfræðingar og annarra útrásarsérfræðinga þegar hann kom með kenningu sem þeir kölluðu “Bjargbrúnarkenninguna”. Fluttur var sérstaklega inn heimsþekktur hagfræðingur Arthur B. Laffer af bönkunum, Jóni Ásgeiri og útrásarmafíunni, sem hélt síðan einhvern reiðilestur þar sem hann hraunaði yfir Davíð og kenninguna hans um að allt væri á leið til andskotans.

  Ma. stigu á stokk eftirásérfræðingar sem hafa ausið Davíð skít og skömmum að hafa aldrei varað við og hvað þá meira. Núna ljúga flestir þessir aðilar því til að þeir sjálfir hafa alla tíð varað við hvert stefndi og einn þeirra ma. með vikulega þætti í Baugsmiðlum til að níða Davíð og Seðlabankann „ofurhagfræðingurinn“ og háskólakennarinn Guðmundur Ólafsson. Þetta hafði hann að segja um aðvaranir Davíðs.:

  Blaðamaður.: „Erum við þá ekki á bjargbrúninni þótt þjóðin skuldi mikið og viðskiptahallinn sé geigvænlegur?“

  Guðmundur snillingur.: „Nei það er bara órökstutt bull. Það veit enginn almennilega hvað við er átt með að þenslan sé of mikil og að hagkerfið geti ofhitnað. Þetta er bara vitleysa. Laffer blés af bjargbrúnarkenningu Davíðs Oddsonar seðlabankastjóra heyrðist mér. Hún felst í því að bankastjórinn hefur miklar áhyggjur af skuldasöfnun almennings og fyrirtækja í útlöndum og að við séum komin að mörkum þess sem þjóðfélagið þolir í þeim efnum. Þetta er í fyrsta skipti í veraldarsögunni sem seðlabankastjóri kvartar yfir því að almenningur kaupi leikföng.“

  http://www.dv.is/brennidepill/2007/11/17/osynilegi-foturinn/

 • Ekkert að marka þessa skýrslu um þátt Davíðs manninum sem varaði við Jóni Ásgeir sem olli hruninu.Blogglúðrasveit Jóns Ásgeirs og baugsflokksins fer hamförum núna og eru margir að bulla í þágu hans og er Gunnar einn af snillingunum.

 • Leifur Björnsson

  Það er mjög fáránlegt þegar verið er að rífast um hvor hafi verið verri Davíð eða Jón Ásgeir þegar rannsóknarskýrslan sýnir að þeir voru báðir afleitir.

 • @Leifur Björnsson

  Ertu í blogglúðrasveit baugsflokksins?Davíð varaði við aðsteðjandi vanda margoft.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og sex? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur