Þriðjudagur 20.04.2010 - 14:41 - 11 ummæli

Íslenska bankakreppan er frá 1929

Íslenska bankakreppan er meir í ætt við kreppuna á Wall Street 1929 en lausafjárkrísuna 2008 í okkar nágrannalöndum.   Kveikjan að íslensku kreppunni eru lán til hlutabréfakaupa, sérstaklega lán fyrir eigin bréfum bankanna.  Þegar hlutabréfaverð féll, féll veðstofn bankanna og þeir með.

Það sem er svo ótrúlegt er að stjórnir bankanna og FME skyldi láta þetta viðgangast þegar þessi áhættuþáttur var vel þekktur út um allan heim.  Flest lönd höfðu lært lexíur frá 1929 og styrkt eftirlit og löggjöf.  Þetta fólst t.d. í því að aðskilja fjárfestingabanka frá viðskiptabönkum og banna lán til hlutabréfakaupa.

Þau lönd sem fylgdu lærdómi frá 1929 best, eins og t.d. Kanada sluppu við kreppuna 2008.  Lönd sem höfðu slakað á eftirliti og löggjöf, eins og t.d. Bandaríkin og Bretland lentu verr í þessu og lönd sem engan lærdóm lærðu frá 1929 eins og Ísland kolféllu.

Það er hreint ótrúlegt hversu einangrað Ísland er enn á 21. öld.  Við erum fljót að taka upp alls konar ósiði erlendis frá, en við þrjóskumst enn við að læra af mistökum okkar nágranna, viljum helst læra allt sjálf sama hversu kostnaðurinn verður.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (11)

  • Ásgeir Gunnarsson

    þinglýsa kosningaloforðum/stefnuskrá , aðhald ,viðurlög ölum hrottalega illavið að hugsa það ? hver vill kjósa oftar um MISMUNADI kjaftæði ligar svik spillingar ,glæpa flokksklíkur aðhaldslausar ? ( er þetta aðhald „snnfæring smviska“ það þætti þægilegur verksamningur er byggðist á þessu tvennu ? )

  • Quo Vadis

    Þrátt fyrir þetta hafa menn ekkert lært. Það er ekki enn búið að setja lög um aðskilnað Fjárfestingabankastarfsemi og viðskiptabankastarfsemi.
    Sömu menn að störfum í bönkunum.

  • Hvenær hafa stjórnvöld hér lært eitthvað af reynslunni?
    Stjórnun ríkisfjármála á Íslandi hefur gengið út á að láta almenning borga allar þær vitleysur sem stjórnvöld hafa gert og látið viðgangast óáreittar.
    Lausnin hefur alltaf verið að lækka gengið þegar í óefni er komið og láta almenning taka höggið. Að sjálfsögðu hefur þetta versnað með árunum eftir að verðtrygging lána var sett á án verðtryggingar launa. Ég eiginlega skil ekki hvers vegna almenningur er ekki löngu búinn að rísa upp og segja ekki meir. Með byltingu eða á annan hátt. Og það athyglisverða er að það er alveg sama hvaða flokkar eru við völd alltaf er notuð sama aðferðin.
    Held að þessir fávitar sem stjórna ríkisfjármálum hér viti ekkert hvað gerðist í kreppunni miklu sem byrjaði 1929.

  • PS. Takk fyrir góðan pistil Andri Geir.

  • Mikið rétt Andri Geir og velkomin á Eyjuna. Gott að fá þig á þessa síðu. Þá þarf maður ekki lengur að fara á moggabloggið til að fá vísdómsorðin þín.
    Kveðja að norðan.

  • Sumarliði Einar Daðason

    Þeir sem fylgjast vel með efnahagsmálum vissu alveg í hvað stefndi fyrir um það bil 10 árum en enginn vildi hlusta á varnaðarorðin. Nú þegar þetta er bláköld staðreynd þá reyna þeir sem stjórna landinu ennþá að halda utan um kjötkatla sína. Góður pistill hjá þér!

  • Velkominn á Eyjuna Andri.
    Það sem ég hef aldrei skilið er afhverju almenningur rís aldrei upp á Íslandi ? Getur ástæðan einfaldlega verið að það eru komnar nokkrar kynslóðir fólks sem þekkja ekki annað en að láta endalaust níðast á sér ?

  • Andri Geir Arinbjarnarson

    Þakka góðar kveðjur. Maður er ekki vanur að fá skynsamar athugasemdir á moggablogginu svo þetta er eitthvað nýtt fyrir mig.

  • Benedikt Jónsson

    Það er kannski ekki við því að búast að stjórnmálamenn sem hugsa fyrst og fremst um flokkinn sinn og ýmislega sérhagsmuni leggi sig fram um að velta fyrir sér lærdómum. Þeir eru svo uppteknir af öðru og lærdómarnir og kjósendurnir eru alltaf aftast í forgangsröðinni – nema í hátíðar- og kosningaræðum.

  • Ómar Kristjánsson

    Þetta er líka fyrirsjáanleg gjaldeyriskreppa.

    Þ.e. að sú hugmynd örland með örmynt búi til risabankakerfi meðstarfsemi utanlands í annari mynt – er og hlýtur alltaf að vera huge áhætta sem öll ábyrg stjórnvöld og helstu stofnanir þar að lútandi ss. Seðlabanki, eiga að sjá fyrir.

    Kerfið fékk, og reyndar átti, að stækka og stækka – án þess að nokkuð væri hugsað útí ofannefnt fyrirsjáanlegt atriði. Að Bankar þurfa í eðli sinu alltaf bakköpp til þrautavara. Ísl. Ríkið og/eða Seðlabankinn var ekki í nokkru standi til að veita það bakköpp.

    Inní þessu eða ofaná þetta kemur svo álíka óstjórn og fyrirhyggjuleysi og sumt með hreinum ólíkindum td. lán til kaupa í sjálfum sér – sem skapar ma. eigið fé í bókhaldi, minnir mg.

  • Ísland (og USA?) voru ofurseld stjórnmálakenningu, sem gekk út á eftirlitsleysi, sem kallað var „frelsi“. Að allt eftirlit væri frelsisskerðing. Tilræði við eintaklingsfrelsið. Þótti hallærislegt og beinlínis glæpsamlegt.

    Ég man eftir að hafa hlustað á umræður fullvaxta hægri manna um að það ætti ekki að hafa eftirlit (og samræmda staðla) með byggingaframkvæmdum… það hlyti að vera eigandans sjálfs að ákveða hvort hann fylgdi stöðlum eða ekki… hann ætti jú húsið. Allt of mikill peningur færi í „eftirlitsgeirann“.

    Þegar látlaust er hamrað á þessu, fer þetta að síast inn.

    Og hvers vegna er þetta gert, þótt afleiðingarnar séu skelfilegar? Getur það verið vegna þess að það er hægt að græða svo mikið (til skamms tíma) á slíku fyrirkomulagi.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og fimm? Svar:

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur