Þriðjudagur 17.12.2013 - 09:22 - Lokað fyrir ummæli

75% hlustað á Moody’s

Matsfyrirtækin mega vel við una.  Leiðréttingarnefndin hlustaði 75% á þau og 25% á Framsókn.  Þetta kemur skýrt fram í yfirlýsingum Moody´s og Fitch.  Enn er beðið eftir S&P.

Með því að lækka niðurfellinguna úr 300 ma kr niður í 80 ma kr. og setja endurfjármögnunarbann á þá sem sækja um, þá urðu tillögur nefndarinnar miklu nær vilja matsfyrirtækjanna en þeirri gulrót sem  Framsókn lagði upp með fyrir kosningar.

En það sem mestu skiptir er að flestir eru ánægðir.  Þar verður að segja að nefndin pakkað þessu öllu inn í flottar umbúðir og á Íslandi skipta þær oft meira máli en innihaldið.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur