Þriðjudagur 24.12.2013 - 09:18 - Lokað fyrir ummæli

Icesave jólabónus

Landsbankinn tilkynnti í gær að hann hafi að eigin frumkvæði ákveðið að greiða Icesave kröfuhöfum 50 ma kr í gjaldeyrir.  Þrátt fyrir skort á gjaldeyri og þrönga stöðu þjóðarbúsins er til svigrúm til að borga kröfuhöfum jólabónus STRAX.   Engin gjaldeyrishöft virðast ríkja hér. Athyglisvert!

Íslenskir lífeyrissjóðir fá ekki undanþágu til að yfirfæra 50 ma kr. úr landi si svona.

Hvar eru Icesave andstæðingar í dag eða Forsetinn? Sá hlær best sem síðast hlær og það eru Icesave kröfuhafar sem munu skála í kampavíni í London yfir ákvörðun ríkisbankans.

Alþingismenn ættu að íhuga yfir jólin hvers konar banki það er sem hefur það sem sína arðbærustu fjárfestingu að endurgreiða lán. Er þetta ekki einmitt það sem lántakendur ÍLS eiga að gera?

Það er ansi tvíbent að ríkisbankinn auglýsi með pomp og pragt að hann hafi fyrirframgreitt lán sín til að létta á skuldabyrði og auka arðsemi á sama tíma og ríkisstjórnin er að íhuga að banna lántakendum ÍLS að gera hið sama ef þeir sækja um skuldaleiðréttingu.

Það er sko ekki sama Jón og séra Jón korteri áður en Íslendingar keifa inn í 2014.

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur