Fimmtudagur 10.07.2014 - 06:46 - Lokað fyrir ummæli

Lee Buchheit snýr aftur

Aðalsamningamaður Jóhönnu og Steingríms í Icesave málinu er aftur kominn á laun hjá íslenska ríkinu.  Nú í boði Sigmundar og Bjarna. Það er varla hægt annað en að brosa yfir þessari uppákomu.

Kröfuhafar munu hins vegar fagna þessum fréttum enda fá þeir nú erlendan fagmann til að semja við í staðinn fyrir íslenskt tómarúm.

Það er engin tilviljun að frétt um að her erlendra sérfræðinga hafi verið ráðinn til að koma Íslandi á þurrt land með sín erlendu fjármál berist á sama tíma og ríkissjóður fær bætt kjör á erlendum skuldabréfamarkaði.

Brennt barn forðast eldinn. Íslenskar heimatilbúnar fjármálalausnir eru ekki hátt verðlagðar fyrir utan landsteinana.  Bætt kjör tengjast, að hluta til, ráðningu erlendra sérfræðinga.  Lexía hrunsins fyrir erlenda fjárfesta er að hafa “sína menn” innanbúðar á Íslandi til að fylgjast með landanum.

Nú er bara að sjá hvort landsmenn fái að kjósa um nýjan Buchheit samning eða ekki?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur