Þriðjudagur 13.01.2015 - 08:56 - Lokað fyrir ummæli

Hvar er litla gula hænan?

Hér hefur áður verið skrifað um hið bagalega leiðtogaleysi sem hrjáir Ísland.  Fátt undirstrikar þetta vandamál betur en fjarvistir íslenskra ráðamanna í samstöðugöngunni í París.  Ísland gat ekki einu sinni sent sendiherra í þá göngu.

Svo virðist sem enginn hafi nennt að hafa frumkvæði að því að taka þetta mál föstum tökum, hvorki forsætisráðherrann né Forsetinn.  Engin “lítil gul hæna” er til staðar í íslenskri stjórnsýslu, allir segja EKKI ÉG, þetta er ekki í minni reglubók og nú er að koma helgi.  Enginn virðist hafa tekið upp símann og samhæft aðgerðir, hvað þá kynnt sér hvað hin Norðurlöndin ætluðu að gera?

Eftirleikurinn er klassískt skólabókardæmi um leiðtogaleysi.  Aðstoðarmenn og embættismenn eru látnir koma fram með kjánalegar og vandræðalegar útskýringar á meðan ráðamenn eru ráðalausir.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur