Fimmtudagur 22.01.2015 - 15:47 - Lokað fyrir ummæli

Frá París til Davos

Nú fer fram hin árlega Davos ráðsefna þar sem áhrifamestu leiðtogar heims í stjórnmálum og viðskiptum hittast og skiptast á skoðunum.

Og eins og í París á dögunum er enginn áhrifamaður frá Íslandi þar á dagskrá.  Líklega er Ísland eina Evrópulandið þar sem Davos er ekki fjölmiðlaefni.  Þetta undirstrikar þá alþjóðlegu einangrun sem nú einkennir utanríkisstefnu Íslands.

Ef ríkisstjórnin ætlar að aflétta gjaldeyrishöftunum á þessu ári er varla til betri vettvangur til að kynna slíka áætlun og afla henni alþjóðslegs stuðnings en í Davos.  Þar gefst líka tækifæri til að kynna Ísland sem áfangastað fyrir erlenda fjárfestingu.  Án stuðnings erlendis frá og flæði fjármagns til landsins er vandséð hvernig aflétta á höftunum nema um stundarsakir.

Með því að sýna sig hvorki í París né Davos á sama tíma og allt kapp er lagt á að draga ESB umsóknina tilbaka er ríkisstjórnin að senda út mjög skýr skilaboð um að Ísland vill aðeins erlend samskipti á eigin forsendum.

Hvort svona “leave me alone” strategía virkar hjá þjóð sem byggir velferð á erlendum viðskiptum á eftir að koma í ljós.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur