Sunnudagur 05.04.2015 - 09:41 - Lokað fyrir ummæli

Auðveldara með evru

“Lausnamiðað” fólk hlýtur að kynna sér nýlega skýrslu KPMG um afnmám hafta eða hvað?  Eru ekki allar skýrslur eða valmöguleikar jafnir á Íslandi?  Þarf blessun stjórnmálamanna til að mega skoða alla möguleika á faglegan hátt?

Slagorðið “evran slæm, krónan góð” hefur sterkan “Orwellian” undirtón.  Þessum söng má ekki breyta og dýrin hafa ekkert um það að segja, hinir nýju húsbændur ráða.  Og til að dreifa athyglinni eru dýrin hvött til að hafa skoðun á því hvar nýtt fjós rísi.

En aftur að skýrslu KPMG.  Hún er enn ein staðfesting á því sem margir vita – stöðuleiki í peningamálum er best tryggður með evru og ESB aðild.  Það verður því fróðlegt að sjá hvort menn hafi kjark og þor til að afnema höftin með krónunni og jarðaðri ESB umsókn?  Það er tilraunastarfsemi sem hefur háan áhættustuðul.

Ef illa fer, er hætt við að erfitt verði að standa í vegi fyrir þjóðaratkvæðisgreiðslu um að ljúka ESB viðræðum.  Á endanum mun þjóðin fá að kíkja í pakkann, það er bara spurning hvenær.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Andri Geir Arinbjarnarson
Höfundur er verkfræðingur.
RSS straumur: RSS straumur