Fréttirnar frá Ingibjörgu Sólrúnu eru okkur öllum harmsefni. Hún hefur samt tekið rétta ákvörðun: Við þessar aðstæður verður hún sjálf og fjölskylda hennar að ganga fyrir.
Jóhanna Sigurðardóttir hefur lýst yfir því að hún hafi enga löngun til að bæta á sig formennsku í flokknum og leiðsögn í kosningunum framundan. Það skilja allir. Hún er forsætisráðherra á einhverjum erfiðustu tímum lýðveldissögunnar, eftir langa og farsæla þjónustu við jafnaðarstefnuna og fólkið í landinu. Samt verður maður nú að ganga undir manns hönd að auðvelda henni að gera einmitt þetta, því hafi Samfylkingin einhverntíma haft þörf fyrir reyndan og sterkan forystumann þá er það núna.
Ég vona innilega að Jóhanna taki þetta verkefni að sér, fólkið í landinu treystir henni og það er mikil þörf einmitt fyrir traust í okkar samfélagi. Hún er sterkasti kandidatinn í þetta verkefni, en ef hún er ekki tilbúin þá verður það barátta á milli Dags B og Jóns Baldvins. Ekki veit ég hvað ég myndi kjósa, mér hefur alltaf fundist Dagur eiga í pínulitlum vanda við að vera í debati eins og í kosningabaráttu, en þar er Jón Baldvin á heimavelli.
ISG axlaði ábyrgð, baðst afsökunar og sagði af sér. Gott hjá henni.