Mánudagur 06.04.2009 - 17:29 - 5 ummæli

Hani, krummi, hundur, svín

Já, það er satt hjá Birgi Ármannssyni. Ég er sekur. Hinn 16. nóvember árið 2004 söng ég „Hani, krummi, hundur, svín“ í ræðustól alþingis.

Birgir opinberaði þetta óttalega leyndarmál í umræðu á þinginu í dag um fundarstjórn forseta. Forseta kom það kannski ekki mikið við, en þar með upplýstist að fleiri þingmenn en Árni Johnsen hefðu sungið í ræðustólnum.

Öfugt við Mister Johnsen var minn söngur ekki hluti af neinskonar málþófi heldur framlag til umræðu um nýjan þjóðsöng sem tveir varamenn Sjálfstæðisflokksins hófu, þau Sigríður Ingvarsdóttir og Hilmar Ingvarsson. Þetta var rætt í rólegheitum undir kvöld á fimmtudegi minnir mig, og mitt framlag var reyndar fullkomlega málefnalegt þanniglagað – að þjóðsöngur þyrfti helst að vera sönghæfur en þegar menn voru á alþjóðasamkomu að syngja þjóðsöngva sína hefði landi okkar eitt sinn lent í vandræðum með Guðsvorslansinn og leyst úr þeim með þjóðlegum hætti:

Hani, krummi, hundur, svín,
hestur, mús, tittlingur,
galar, krunkar, geltir, hrín
gneggjar, tístir, syngur.

Nú, þegar þetta er upplýst og játning liggur fyrir – mætti þá ef til vill fara að hætta að tefja afgreiðslu frumvarps sem meirihluti þingsins og meirihluti almennings styðja um þjóðareign á auðlindunum, stjórnlagaþing og þjóðaratkvæðagreiðslur?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (5)

  • Þú ert þá með staðfest fyrsta söng í stól Alþingis. Þetta þurfum við karlakórsmenn að hafa á hreinu! kv gb

  • Það ætti að vera skylda að syngja allt sem úr ræðustól Alþingis fer. Jafnvel margraddað.

  • Hér til vinstri, í „Nýlegum færslum“, stendur þetta:

    * Hani, krummi, hundur, svín
    * Hvað nú, Þorgerður Katrín?

  • Mörður…Er ekki hægt að þagga niður í eittskyfti fyrir öll þarna á þingi í Sigurði Kára og Birgi Ármannsyni?

  • Thetta er svakalega fyndid ad thad skuli vera sungid á Athingi. En er thessi stofnun til thess gerd? Er thetta framlag til lýdraedis? Eru spurningar um thad af hverju Althingi er ekki tekid alfarlega og fólk hefur ekki mikla trú ad fúlltrúum sínum?

    Thegar Althingi er ordid ad svidi fyrir söngvara, er tími tkominn ad segja „góda nótt Ísland“.

    Takk fyrir sönginn.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og sjö? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur