Morgunblaðið veldur ýmsum vanda þessa dagana. Á miklu lesheimili á Bræðraborgarstígnum ákvað húsfreyjan að segja upp áskrift að blaði allra landsmanna eftir áralöng og innileg samskipti. Þegar síðasta Morgunblaðið barst síðasta dag septembermánaðar orti húsbóndinn þetta harmljóð:
Hinsta eintak rann innum lúgu
óðar gripið til lestrar var.
Önnur blöð lágu öll í hrúgu
enginn skipti sér af þeim par.
Svo var lesið Alvalds Orðið
eftir hverri línu gáð.
Loks var málgagnið lagt á borðið,
lifi Mogginn í Davíðs náð.
Lagboði er Rósin hinsta, eða írski depurðarsöngurinn The last rose of summer sem margir þekkja í íslenskri útgáfu Böðvars Guðmundsonar um ,,Lambið hinsta“ sem af fjalli var leitt (takk, Andri).
Ekki hefur enn frést af Bræðraborgarstíg um áhrif hins átakanlega dreifibréfs frá nýju ritstjórunum.
Þú hefðir nú örugglega ekki tapað á að lesa heimin í öðru ljósi en þú ert vanur með að lesa ritstjórnargreinarnar í Mogganum! 🙂
Ert þú ekki víðsýnn maður? Eða þolir þú ekki áskorun?
Það hefði mátt yrkja betur um þennan event.
you tube stubbur „Kim Jong Il The Great Media Man2 “ ummæli í ljóðaformi
Kim Jong Il, may his name be praised
Is the greatest man on Earth.
Many are his accomplishments!
So perfect are his qualities:
Unparalleled leadership,
Compassion without equal,
Knowledgeable of all subjects,
Þetta er ekki einu sinni í meter.
Hér kemur skárri útgáfa, þótt ekki sé hún góð:
Hinsta eintak rann um lúgu
óðar gripið blaðið var.
Önnur blöðin lágu í hrúgu
enginn vissi af þeim par.
Svo var lesið Alvalds Orðið
eftir hverri línu gáð.
Loks var málgagn lagt á borðið,
lifi Moggi í Davíðs náð.
Þessi Balzac!
Hefur hann ekki heyrt getið um stuðla og höfuðstafi? Og hefur hann ekki tóneyra?
Bara spyr.
Þetta er nokkuð gott – en Skjónukvæði er ekki undir þessum lagboða.
„blað allra landsmanna eftir áralöng og innileg samskipti“ — það er ekki skrýtið að svo illa skuli vera komið fyrir þessari þjóð, þegar vinstri menn og verkalýðsrekendur hafa látið blekkjast af fagurgala moggans sem þóttist vera fyrir alla landsmenn!
Mörður, þú ert að rugla saman við „Lambið hinsta er heimt af fjalli“ en Böðvar Guðmundsson sneri þannig The last rose of summer.
Takk fyrir frábært blogg.
Maðurinn sem kallar sig Balzac og slær um sig með orðum eins og meter – og á við bragarhátt – virðist ekki gera sér grein fyrir því að hér er ort undir lagboða. Þetta er sem sagt texti til söngs. Hann virðist heldur ekki kunna að láta standa í hljóðstaf, sem bóndinn á Bræðraborgarstíg kann hins vegar ágætlega.
Lambið hinsta — hvernig gat ég ruglast á því?
…
ég elskaði Skjónu og allt hennar kyn,
sem í afdölum fellur úr hor.
Úr hor, úr hor — allt annað lag!
Breyti þessu snöggvast.
Af hverju skyldi Ingibjörg bara spyrja?
Að láta standa standa í hljóðstaf?
Að meter sé ekki fullboðlegt orð þegar fjallað er um leirburð og holtaþokuvæl?
Eins og erkiengillinn Mikael læt ég það sem vel er gert vega þyngra en hitt sem miður fer.
Samt er ég vanur að hafa orð á því.
Og skiptir mig engu hver á í hlut.
Þótt þér leiðist það þá er óþarfi að láta hrokann vella eins og vilpu útúr báðum munnvikunum, Guðmundur Andri.
,,Hinsta eintak inn um lúgu …“
Og ættu þá gikkir að geta verið ánægðir.
,,Önnur blöðin öll í hrúgu“
Lengi getur vont skánað.
En ekki endalaust.