Miðvikudagur 07.10.2009 - 12:27 - 22 ummæli

Moggi þegir

Í gær urðu þau tíðindi að forsætisráðherra ríkisstjórnar Íslands bað þjóð sína afsökunar fyrir hönd ríkisvaldsins og íslenskra stjórnmálamanna á „vanrækslu og andvaraleysi stjórnvalda“ í hruninu.

„Hver sem niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis verður um ábyrgð einstakra aðila blasir við að ríkisvaldið, raunar allt frá einkavæðingu bankanna 2004, brást í því verkefni að koma í veg fyrir hörmungarnar sem yfir okkur dundu og a.m.k. að draga verulega úr högginu. Þess vegna tel ég mér sem forsætisráðherra skylt fyrir hönd ríkisins og stjórnsýslunnar að biðja íslensku þjóðina afsökunar á vanrækslu og andvaraleysi stjórnvalda að þessu leyti. Þjóðin er í sárum. Hún hefur liðið þjáningar og skaða sem enn sér ekki fyrir endann á. Þess vegna á hún heimtingu á afsökunarbeiðni. Það er síðan rannsóknaraðila og dómstóla að leggja grunn að og sjá svo til að þeir sem ábyrgð bera axli hana.“

Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir í ræðustól alþingis. Slík afsökunarbeiðni er einstæð í þjóðarsögunni.

Nú mætti ætla að helstu fjölmiðlar landsins segðu vel frá þessum atburði, skýrðu hann fyrir lesendum, hlustendum og áhorfendum, spyrðu aðra stjórnmálamenn og forystumenn álits – og ekki síður þann almenning sem afsökunarbeiðnin var ætluð. Og flestir þeirra segja þessa frétt með einhverjum hætti, nema …

… Morgunblaðið, sem segir ekki frá þessum kafla í ræðu forsætisráðherra. Svo spyr maður: Var það fagleg ákvörðun blaðamanns að þetta væri of ómerkilegt fyrir þá lesendur sem eftir eru? Eða finnst nýju ritstjórunum kannski ekki viðeigandi að forsætisráðherra biðjist afsökunar á andavaraleysi og vanrækslu þeirra sem gegndu ábyrgðarstöðum í hruninu og löngum aðdraganda þess?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (22)

  • Mogginn er byrjaður sem aldrei fyrr að grafa sér gröf.

  • Jóhannes Laxdal

    Látum skrýmslin sofa, verum ekki að gera þetta rusk

  • Strokleðrið á lofti í hádegismóum…

  • Þessi afsökunarbeiðni gerðist ekki frekar en ástæðan fyrir henni samkvæmt Sögufölsunarfélaginu Árvakri.

  • Enn ein ástæðan fyrir okkur að treysta ekki Mogganum. Handvaldar fréttir af ritstjóra, sem kallast HERRA HRUN.

  • Sjonni H.

    Þetta eru bara sömu vinnubrögð og málgagn Samfylkingarinnar, Fréttablaðið, viðhefur.
    Allar fréttir sem ekki eru hagstæðar Samfylkingunni, eru ekki birtar í Fréttablaðinu.

    Svo er bara spurning hvort að þetta sé nokkur frétt, þó að Jóhanna sem sat í hrunstjórninni, hafi beðist afsökunar.

  • Ætli hún hafi ekki lent í svipaðari skúffu og fréttin af gjaldþroti Baugs lenti í hjá fréttablaðinu í Ágúst.

    Sættið ykkur við að öll blaðaútgáfa á íslandi er ónýt og þakkið fyrir að Morgunblaðið og DV eru allavegan ekki að troða sér í eins marg póstkassa óumbeðið.

  • @Lesandi

    Þetta er bara ekki rétt hjá þér góði minn. Farðu á visir.is, sláðu inn gjaldþrot Baugs í leitargluggann og þú færð hundruðir frétta af falli Baugs og fjármálasukki Jóns Ásgeirs. Það er slæmt þegar menn blogga bara einhverja lýgi án þess að athuga málin. Þannig fólk á bara að halda sig frá bloggsíðum enda eyðileggur það umræðu með bulli sem á sér enga stoð í raunveruleikanum.
    Nei – afsökunabeiðni Jóhönnu hefur lent í sömu skúffu Moggan og allt sem sagt hefur verið um Björgólfsfeðgana.

  • Guðmundur 2. Gunnarsson

    Með fullri virðingu, en hverjum er ekki slétt samam um þetta afsökunarmjálm misvitra stjórnmálamanna sem voru ráðherrar og stjórnar eða stjórnarandstöðuþingmenn öll þessi „spillingar“ ár?

    Í dag komast stjórnarliðar ekki yfir hversu máttug stjórnarandstaðan er
    við að eyðileggja flest þeirra „frábæru“ verk, sem þá miðað við áður, hefur hún augljóslega verið fullkomlega áhrifalaus eða steinsofandi og væntalega óþörf, miðað við ástandið og hörmungarnar sem gerðust á stjórnarandstöðuvaktinni.

    Hvers vegna í ósköpunum eru Samfylkingarmenn svona ógurlega hræddir við Moggann og mikið í mun um hvað stendur þar, sem gott ef ekki er minnsta dagblað landsins, þótt Davíð stýri pólitískasta pennanum?

    Þið hafið haft öll dagblöðin hingað til, Rúv útvarp og Sjónvarp, fréttastöðvar Stöð 2 og Bylgjunnar til að halda úti ykkar pólitíska áróðri fyrir stjórnvöld og helst um ESB og Icesave, meðan við höfum bara haft Útvarp Sögu til að halda merkjum andsæðinganna á lofti.

    Vonandi að Dabbi „vondi“ geri eitthvað alvöru gagn með sneplinum, okkar málstaði til stuðnings og þjóðinni til heilla.

  • @Bjarni

    Ég var að tala um Fréttablaðið en ekki visir.is

    Skoðaðu eldri blöð, getur gert það á visir.is

    Rayndar komst ég að því að þetta var rangt hjá mér og byðst ég afsökunar á því, það var bara frekar einfallt að láta stærsta gjaldþrot einkahlutafélags Íslandssögunr fara framhjá sér þar sem fra þessu er sagt í framjháhlaupi í pínu lítilli frétt á blaðsíðu fjögur þann 24. ágúst undir yfirskriftinni „Kröfurnar yfir 200 milljarðar“

    Eftir stendur að þetta eru EKKI eðlileg vinnbrögð og það að geta með nákvæmri leit fundið svo litla frétt um svo stórt mál breytir ekki þeirri staðreynd að öll dagblöð á íslandi eru ónýt.

    En ég talaði hvergi um visir.is eða netmiðla almennt.

  • Fyrst menn eru farnir að vitna í netmiðla má benda á þessa grein sem birtist í gær um málið: http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/10/06/bidur_thjodina_afsokunar/

  • Guðmundur 2. Gunnarsson

    @Bjarni.

    Lengi er von á einum sem hefur ekki séð neitt samhengi á milli Baugsmiðlana og Jóns Ásgeirs og auðrónamafíuna sem hann stýrir, og hvað þá að Samfylkingin hefði þangað nokkuð haft að sækja.

    Rétt er hjá þér að Morgunblaðið leit skipulega framhjá brotamöguleikum Bjórólfana, sem helgaðist af sömu eigendablindni ritsjóra Baugsmiðlana, þar sem Ólafur Stephensen, (sem Samfylkingin grætur svo heitt) var ráðinn af aðaleiganda blaðsins, sjálfum Björgólfi Guðmundssyni.

    Það er þekkt staðreynd að hundurinn bítur ekki höndina sem fóðarar hann, og Ólafur Stephensen gætti þess ágætlega, eins og kollegar hans Þorsteinn Pálsson, Jón Kaldal, Reynir Traustason og Óskar Hrafn Þorvaldsson að styggja ekki eigendurna, sem afturámóti hafa verið öflugir að lemja á þeim Bjórólfs feðgum, sem er vel, svo að enginn sekur verður undanskilinn harðri endurskoðun rannsóknarblaðamanna fjölmiðla, þó svo einhverjir líti fram hjá þeim sem standa þeim næst. Það sem skiptir öllu er að enginn sekur sleppi.

    Þekkt er og skemmtilegt að rifja upp samskipti Reynis Traustasonar ritstjóra DV við útsjónasaman blaðadreng og þann hug sem hann ber til fyrrverndi eiganda Morgunblaðsins, með leyfi hæstvirts síðuforseta:

    „Reynir Traustason hélt því fram að Jón Bjarki Magnússon færi með rangt mál um samskipti þeirra og ástæður þess, að hann neitaði birtingu fréttarinnar um Sigurjón Þ. Árnason. Jón Bjarki ákvað hins vegar að birta hljóðritun af samtali þeirra Reynis um málið og var það flutt í Kastljósi 15. desember.

    Í samtalinu við Jón Bjarka segir Reynir, að DV standi frammi fyrir „þessum hroðalegu örlögum, að keyra á þessu eða þurfa þess vegna að pakka saman“:

    „Af því að okkur er ógnað einhvers staðar að, skilurðu?“ Hugsanlega verði sagt við DV : „Það verður bara slökkt á ykkur.“„

    Björgólfur Guðmundsson. Reynir kallar Björgólf „djöful“ sem DV muni „taka niður“.

    Þá segir Reynir að einhver „hann“ hafi verið að „fara yfir um eða eitthvað“ og „ég stend bara andspænis því að ég er sko grátbeðinn um að gera þetta ekki.“ [Það er að birta fréttina um Sigurjón Þ. Árnason.]

    Reynir segir:

    „[F]élagið er að skipta um eigendur og það er bara allt komið í háaloft.“ Alvaran sé alveg gríðarleg, annað hvort verði þeir að hætta við að birta „eða lenda í einhverju limbói og lenda í höndunum á einhverjum djöfulsins aumingjum sko, að það færu einhverjir aumingjar að eiga þetta blað.“

    Reynir tekur fram, að skýr mörk séu milli sín og Hreins Loftssonar, eiganda DV, þeir séu alveg með mörkin skýr sín á milli, en Jón Bjarki geti aldrei „farið út með það sem ég er að segja þér. Þetta er bara ég og þú.“ Hann verði bara að „vigta þetta“….

    „af því að það eru hlutabréf þarna úti; þau voru að skipta um hendur. Hreinn var að kaupa þetta.“… „En karlinn var kominn á einhvern level, hann var að fara yfir um. Og þá fara einhverjir aðrir yfir um, skilurðu? Og að það er það sem gerðist, það myndaðist einhver hysteria og á endanum sagði ég: Ókei, við skulum bíða með þetta..“

    Eftir að hafa lýst þessari afstöðu nýja eigandans, Hreins Loftssonar, snýr Reynir Traustason sér að Björgólfi Guðmundssyni, segir hann eiga prentsmiðjuna og það hafi verið hótað að stöðva prentun DV – bæði Björgólfur Guðmundsson og Einar Sigurðsson, forstjóri Árvakurs hf., hafa hafnað þessum ásökunum Reynis, sem sagði við Jón Bjarka í samtalinu:

    „Ég bara berst við þann djöful [Björgólf] og hann mun, þú veist… við munum taka hann niður og þá verður allt miklu heilbrigðara en það var.“

    Þá segir Reynir:

    „Heyrðu, þarna eru bara öfl sem munu sko stúta okkur.“

    Reynir segir Sigurjón, fyrrverandi bankastjóra, „chilla“ einhvers staðar og hann muni „snappa“ – hann sé „einhvern veginn á barmi taugaáfalls“ og þar liggi „hundurinn grafinn í þessu“ en meðan eitthvert lífsmark sé með Björgólfi muni „hann reyna að drepa okkur. En við höfum svo sem pönkast á honum út í það óendanlega.“

    Undir lok samtalsins segir Reynir:

    „[M]enn stigu yfir einhverja línu og sögðu bara: Sorrí, ef þið gerið þetta er ég dead meat og þú líka og þið líka…þá snýst þetta sko um hjartað sjálft. Þig sjálfan, lifir þú eða deyrð?“

    http://www.amx.is/frettaskyringar/1269/

    (Afsakið útúrdúrinn. (O: )

  • Gústaf Níelsson

    Ber Mogga einhver skylda til þess að greina frá lýðskrumi í Jóhönnu Sigurðardóttur?

  • Guð minn góður hverjum er ekki andsk. sama þó Jóhanna hafi beðið „þjóðina afsökunar“. Er þetta PR snilldin úr samfó? Afsakaðu á meðan ég æli.

  • Sigurgeir

    Gústi minn. Þú ert eins og aðrir sjálfstæðismenn. Þið kunnið ekki að skammast ykkar. Flokkurinn þinn ásamt Framsóknarflokknum stóð fyrir mestu fjármagns og valdatilfærslum sem þekkst hafa í íslandssögunni. Molarnir sem ultu af borðum spilltra embættismanna fóru til þeirra sem þeir höfðu velþóknun á. Þetta breytti íslensku samfélagi á 20 árum í forarsvað spillingar og baktjaldamakks sem má aldrei gerast aftur. Vonandi fá þessir spilltu stjórnmálamenn að dingla með vinum sínum útrásarvíkingunum sem nú er byrjað loksins að hirða af illa fengið fé. En haltu bara afram að kjósa þetta spillta afl í þeirri von að það detti upp í þig moli einhverntímann þegar þú ert á réttum stað.
    Sigurgeir

  • Guðmundur 2. Gunnarsson

    Sigurgeir. Og frú Jóhanna stóð vaktina allan tíman í stjórn og stjórnarandstöðu lengur en nokkur starfandi stjórnmálamaður, og biður þjóðina afsökunar á sinni vanrækslu, – ekki satt?

    Aftur. Mikið skelfilega er þetta afsökunarmjálm og lýðskrum stjórnmálamanna og þeirra fáu auðróna sem hafa sýnt einhverja tilburði í þá áttina, aumt og ámátlegt. Eina sem skiptir máli að allir sem hafa gerst brotlegir við lög vísvitandi eða vegna vanrækslu eins og td. stjórnmálamenn, verði refsað og stjórnmálamönnum verði örugglega ekki hlýft.

  • Átti dogginn kannski ad birta afsökunarbeidnina med stídsletri? Gud minn gódur hvad manni er hjartanlega sama!

  • Jón Ottesen

    Það tekur ekki nokkur maður mark á þessari „afsökunarbeiðni“ sem Jóhanna las eins og skólastúlka að lesa upp fyrir bekkinn.

    Hvernig væri að láta verkin tala?

  • Kaupmaður

    Ég held að vanhæf Jóhanna hefði átt að minnast á að það voru einstaka þingmenn sem lögðu til mun víðtækari innistæðutryggingu en við urðum að lögleiða. Munið þið nokkuð hvaða þingmenn það voru ???

  • Sigurgeir

    Gaman að sjá hvernig þið spriklið í afneituninni. Staðreyndin er sú að Jóhanna baðst afsökunar sem er meira en margir Sjálfstæðismenn geta gert því það myndi þýða dómsmál yfir þeim.
    Árið 2008-2009 var gott ár þar sem þjóðin snéri til baka frá því áratuga rugli og spillingu þeirra sem þið styðjið af einhverjum ástæðum. Það á eftir að taka tíma og þolinmæði til þess að laga það sem úrskeiðis fór í íslensku samfélagi en fyrsta skrefið er að viðurkenna mistök. Það gerði Jóhanna og bað afsökunnar hvort sem hún las það upp eins og skólastelpa eða eitthvað annað. Ég er hvorki aðdáandi Samfylkingarinnar eða Vinstri grænna en ég tel þann kost skárri en fyrrverandi stjórn meðan verið er að taka til í samfélaginu eftir áratuga óstjórn.

  • Guðmundur 2. Gunnarsson

    @Sigurgeir. Ert þú aðdáandi Sjálfstæðisflokksins og Sjálfstæðismanna, og er þeirra aðferðir við að „sýna iðrun“ sú viðmiðun sem þú getur byggt meint ágæti lýðskrums Jóhönnu á?

  • Sigurgeir

    Ég er svo vitlaus að ég skil spurninguna ekki í heild sinni. Ég kýs því að skipta henni í þrennt:
    Ert þú aðdáandi Sjálfstæðisflokksins og Sjálfstæðismanna ?
    Svar Nei
    Eru þeirra aðferðir við að “sýna iðrun” sú viðmiðun sem þú getur byggt…. ??Svar: Ég hef ekki enn hitt þann sjálfstæðismann sem að kann að iðrast.
    meint ágæti lýðskrums Jóhönnu á ?
    Svar: Það getur vel verið að um lýðskrum og auglýsingabrellu sé að ræða hjá Jóhönnu. Eftir stendur að hún hefur beðið þjóðina afsökunar.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af þremur og tveimur? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur