Keppnin um sýndarbikarinn er ótrúlega spennandi, og hafa orðið miklar sviptingar meðal alþingismanna í stjórnarandstöðu í dag. Forustan hefur þó allan daginn haldist í höndum Gunnars Braga Sveinssonar þingflokksformanns Framsóknar, sem er tveimur stigum ofar en næsti keppandi og hefur staðið sig vel í dag.
Sýndarbikarinn verður sem kunnugt er veittur þeim alþingismanni úr stjórnarandstöðu sem best stendur sig í sýndarandsvörum á septemberþinginu, þ.e. andsvörum við félaga sína úr stjórnarandstöðu um ekki neitt til að hala inn mínútur í málþófi Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks gegn flestum helstu málum septemberþingsins.
Næstur Gunnari Braga er Pétur Blöndal, en það skyggir nokkuð á frammistöðu Péturs að aðrir keppendur telja hann ekki hafa gert sér að fullu grein fyrir íþróttinni þar sem hann kunni ekki skil reyndar- og sýndarandsvara. Hafa dómnefnd borist kvartanir þar sem þess er krafist að þingmaðurinn verði dæmdur frá keppni, og verður málið tekið fyrir á næstu dægrum.
Þriðji er Birgir Ármannsson og tók mikinn sprett nú rétt fyrir kvöldmat og náði Sigurði Inga Jóhannssyni við einlæga hrifningu áhorfenda, sem hefðu að vísu mátt vera fleiri. Þeir eru nú í þriðja sæti ex equo.
Enn um sinn hafa karlar verið öflugri í sýndarandsvörunum nú á septemberþinginu en konur, og munar þar verulega um slaka frammistöðu Vigdísar Hauksdóttur sem hefur valdið fjölmörgum aðdáendum sínum vonbrigðum. Ólöfu Nordal tókst í kvöld að komast frammúr henni að stigum, og er þess nú beðið með óþreyju að Vigdís mæti á svæðið og geri eðlilegt tilkall til sýndarbikarins með málefnalegum frumleika sínum og orðkynngi. Koma svo, Vigdís!
Stigagjöf er þannig að fyrir veitt andsvar við samherja eru gefin tvö stig, en aðalræðumaður,sá sem fyrir andsvarinu verður fær aðeins eitt stig, þar sem hann átti ekki frumkvæði að andsvarinu.
Staða efstu manna við kvöldmatarhlé nú klukkan 19.30 var þessi:
1. sæti, 18 stig — Gunnar Bragi Sveinsson, B
2. sæti , 16 stig – Pétur H. Blöndal, D
3.-4. sæti, 12 stig – Birgir Ármannsson, D, og Sigurður I. Jóhannsson, B
5. sæti, 10 stig – Birkir Jón Jónsson, B
6.-7. sæti, 9 stig – Ásbjörn Óttarsson og Ólöf Nordal, D
8. sæti, 8 stig Vigdís Hauksdóttir, B
Keppnin fer að mestu drengilega fram en þó ber nokkuð á kvörtunum yfir framgöngu Birgis Ármannssonar sem þykir nánast ótilhlýðilega þaulsætinn og reynir að grípa tækifærið þegar aðrir stjórnarandstöðuþingmenn þurfa úr salnum til að sinna líkamlegum nauðþurftum eða sinna fyrirgreiðslu fyrir höfðingja í héraði. Einkum hefur Sigurður Ingi haft orð á þessu við mótsnefndina enda hörð keppni um þriðja sætið, sem gefur rétt til þátttöku í Evrópukeppni sýndarbikarhafa.
Frekari fréttir af sýndarbikarkeppninni um kaffileytið á morgun.
Er ekki hægt að koma með mælikvarða á framlegð þessara aðila fyrir þjóðarbúið ?
Verst af öllu er að við gjöldum þessu handónýta gjörspilltu liði laun fyrir öll fíflalætin !
Vigdís er trúlega upptekin við að stinga hausnum í steininn
Þá veit alþjóð hvert er erindi Marðar á Alþingi. Tímataka og stigagjöf er verkefni hans og minnir hann þar á Neró karlinn sem lék á fiðlu meðan Róm brann. Og svo er Stefán Benediktsson uppnuminn af framlegð Marðar til þjóðarbúsins, að hann stingur hausnum í steininn. Það er útaf fyrir sig afrek og hraustleikamerki. Smámenni og liðléttingar láta sér duga að stinga hausnum í sandinn.
Mörður reyndu nú að fara að haga þér eins og fullorðin maður.
Þakkir fyrir greinargóða lýsingu. Mjög gott að komast hjá því að nota orðið málþóf.
GSS,
Viltu ekki sjá sjálfur hvað Stefán Benediktsson er að vísa til?
http://visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTV9FC0F4E7-0A09-48D7-8255-24BF95C9D2BB
Hlustið vandlega!
Snýst ekki málið líka um að gefa ráðherrum fyrir sýndarfrumvörp og hvaða ráðherra er fljótastur að fá sín frumvörp stimpluð fyrir sína sérhagsmunaklíku “ þá sem að starfrækja hann“. Er þá ekki röðin þessi ?
1. Steingrímur Jóhann
2. Guðbjartur Hannesson
3. Árni Páll Árnason
Árni og Guðbjartur eru hnífjafnir en hlutkesti réð.
4. Kristján Möller
5. Jón Bjarnason
5. Ögmundur Jónasson
Á þessu sést að Samfylkingarráðherrarnir, Steingrímur Jóhann, Guðbjartur, Árni Páll og Kristján Möller. Mín spá er sú að Steingrímur Jóhann fái Páls Péturssonar bikarinn fyrir að ná að láta stimpla öll frumvörpin fyrstur og gera þau að ólögum. Þeir sem stefna í að deila með sér öðru sætinu eru tvímælalaust Árni Páll og Guðbjartur og verðlaunin fyrir annað sætið er að gera Stefán Benediktsson að þingverði í Alþingishúsinu.
Ég fylgist spenntur með stigaskoruninni. Þetta er alveg jafn spennandi og Popppunktur.
sammála síðasta bloggi. ég reikna með að birgir ármanns muni tvíeflast í dag og ná efsta sætinu af gunnari braga.
Er ekki hægt að taka upp nasaflautuna og gefa tvöfalt fyrir?
Vá, hvað þetta er á lágu plani!
Hefurðu ekkert betra við tímann þinn að gera, Mörður?