Laugardagur 01.10.2011 - 10:48 - 37 ummæli

Twist and shout

Sá í netfréttum að Dorrit er farin að mótmæla á Austurvelli. Minnti mig á þegar Lennon bað salinn að slá með sér taktinn: And the rest of you, please rattle your jewelry.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (37)

  • Magnus Jonsson

    Merkilegt Mörður að kona frá Ísrael sem fæðst hefur með gullskeið í munni skuli vera oftar í fréttum, styðjandi við krabbameinsátök, styður við samtök sjúklinga og er iðulega að styrkja fjölskylduhjálpina með nærveru sinni.

    Hvar hefur þú alið manninn ??

  • „…og Dorrit klifraði yfir girðinguna og faðmaði að sér mótmælendur.“

    Maður veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta.

    Líkast til er þetta samt vísbending um að „nýi“ forsetinn hyggist bjóða sig fram aftur.

    Íslands ógæfu verður allt að vopni.

  • Andrés Ingi

    Dorrit skilur fólkið, ekki þú.

  • Magnus Björgvinsson

    „Dorrit skilur fólkið“? Hvað á Andrés Ingi við? Hvað hefur hún svona sérstaklega gert? Hefur hún barist fyrir því að Ólafur Ragnar lækki hjá sér launin og láti mismuninn renna til þeirra sem þess þurfa? Að Ólafur dragi úr kostnaði við Forsetaembættið og láti mismun renna til þeirra sem þess þurfa? Held reyndar að Dorrit sé velmeinandi kona en þetta ber vott um lýðskrum, sem og að hún er að taka sér stöðu gegn stjórnvöldum og við höfum ekkert með slíkt að gera nú.

  • Sammála Magnús.

    Lýðskrum og ekkert annað. Að sjá til þeirra skötuhjúa áðan við þingsetninguna.
    Greinilegt að kallinn ætlar að bjóða sig aftur fram.

    Og hann talaði um meiri völd til forseta og minni völd til ráðherra. Ýkti mikið tillögur stjórnlagaráðs í sína þágu. En það er ekkert nýtt að þessi maður gerir það.

    Ætti að leggja þetta embætti niður og setja peningana sem við það sparast til löggæslu og heilbrigðismála. Höfum ekkert við svona að gera.

  • Sölvi Kjerúlf

    Auðvitað býður hann sig fram aftur,hann þarf ekki nema kannski20% eða svo til að verða þjóðkjörinn,ef það verða nógu margir í framboði.Ég skora á Mörð að flytja frumvarp þess efnis að kjósa í tveimur umferðum ef engin fær hreinan meirihluta í fyrstu umferð,þannig að fólk geti þá valið næstbesta kostinn frekar en sitja uppi með þann versta.Engu máli skiptir hverjir eru í framboði.Það er annars undarlegt að ekki hafa verið uppi neinar raddir um það.

  • Rafn H. Sigurðsson

    Dorit er algjör gullmoli og stendur með íslenskri alþýðu ólíkt kommunum sem vilja berja niður baráttuandann og láta alþýðuna borga fyrir útrásarþjófana sem að maðurinn hennar stöðvaði með því að neita að staðfesta Icesave. þau eru sómi Íslands, sverð og skjöldur. vona að þau bjóði sig fram aftur.

  • Ómar Kristjánsson

    Auðvitað er þetta súrrealísk vitleysa.
    Glingur og kampavínsliðið liðið að kaupa sér frið fyrir heykvíslaliði og skríl.

  • Haukur Kristinsson

    Ísland nálgast það hröðum skrefum að verða leikhús fáránleikans. Og það undir Vinstristjórn. Dorrit, hlaðin eðalsteinum, tekur mótmælendur tali og fólkið sem nær að kyssa hana grætur af gleði.

    Er kannski afglapinn hann Dabbi okkar eina von?

  • Sigurjón Vigfússon

    Rafn H. Sigurðsson tek undir þessi orð.

  • Sigrún Lára Shanko

    Ég hefði viljað sá Jóhönnu forsetisráðherra tala við fólkið en ekki að skýla sér bakið regnhlíf og lífverði gungan sú!! Því míður gerir Dorrit ekkert fyrir Ísland nema að hún hagnist á því á einhvern veg. Hún veit að ljósmyndarar elska hana og veit hvenær hún á ekki að fara eftir protokol.

  • Guðrún J.

    Sammála Sigrúnu. Jóhanna hefði átt að sýna sóma sinn í því að stíga niður af stalli sínum og huga að þjóðinni.

    Hins vegar finnst mér ómaklega vegið að Dorrit, hún hefur ekki gert okkur neitt. Einungis sýnt hlýlegheit. Þetta glingurglamurstal lýsir eingöngu öfund. Allir geta átt glingur, líka þeir sem eru atvinnulausir eins og ég. Málefnalegri umræða væri af hinu góða.

  • Sigurjón Vigfússon

    Guðrún J. Satt og rétt hjá þér það gætir haturs og öfundsýki hjá mörgum hér að ofan enda litlir menn.

  • Anna Benkovic

    Ég er viss um að Dorrit gefur bæði fjólskylduhjálp og mæðrastyrksnefna fullt af milljónum hvern mánuð til að hjálpa okkur.

  • Ómar Kristjánsson

    Svo kyssir hún ykkur.

  • Sigurjón Vigfússon

    Anna Benkovic og Ómar Kristjánsson á hvaða lyfjakúr eru þið.?

  • Mörður til hvers eryu á þingi??Ertu eigöngu fyrir sjálfan þig??

  • Jón Sig.

    Ótrúlegt hversu margir falla fyrir lýðskrumi forsetans og frauku hans!

  • Jón Óskarsson

    Ef hún væri ekki örugg með að vera fyrsta frétt í máli og myndum þá myndi hún aldrei gera svona hluti.

    Jú. Það hringlaði í gimsteinum á Ausurtvelli í dag

  • …please rattle your jewelry…..Nákvæmlega!!!

  • Þetta helviti gengur ekki lengur

    Hver er hippo kratinn?

  • Páll postuli

    Er hún ekki eiginkona þjóðkjörins forseta sem fór til messunnar?

    Framkoma hennar er vanvirða.

  • Þetta helviti gengur ekki lengur

    Dorrit hlaðin glingri óttaðist ekki hinn holdsveika almúgamann.

    Það er annað að segja um tollheimtumenn og farísea á þingi.
    Náungakærleikur, eða bakklór þeirra, sást þó þegar Bjarni Ben.
    reisti Árna Þór upp frá dauðum og leiddi hann síðan áfram veginn,
    líkastur höltum er leiðir blindan. Ekki sá ég til hins kná Marðar þar.

    Varst þú Mörður undir eggjahlíf, eða einhverjum pilsfaldi?

  • Pétur postuli

    Minn kæri Páll kollegi í postulleika.

    Enn verð ég að áminna þig, því eiginkona forsetans er Björn Valur.

    Hefurðu ekki tekið eftir því hvernig ástir samlyndra hjóna grána oft?

  • Drama drottning kastar sér á girðingu með útbreidda arma og stút á vörum.

    Forsetinn, sérlegur talsmaður útrásarkrimmanna á sínum tíma, boðar stóraukin völd sín.

    Útrásarkrimmarnir lifa hærra en nokkru sinni áður úti í heimi.

    Spillingarlið hrunflokksins sem lét sig hverfa um stundarsakir er allt mætt aftur á þing.

    Það er einstaklega áhugavert að vera Íslendingur þessa dagana.

    Ég kemmst þó ekki hjá því að spyrja mig hvort gleði mótmælenda hefði orðið nokkuð minni ef t.d. Birgir Ármannsson hefði farið í jakkavasann og boðið mótmælendum upp á Smartís ..

    Við erum verulega sjúk þjóð…..

  • Held að Alþingismenn og aðrir stjórnmálamenn hefðu ekki fengið faðmlög og klapp eins og Dorrit.

    Að drulla yfir hana og gera lítið úr henni er afar heimskulegt í ljósi þess að hún er með meiri velvild almennings (kjósenda) heldur en Alþingi allt.

    Hún, erlend að uppruna, er meira í tengslum við líðan og hugsun almenns Íslendings heldur pólitíkusar sem að eru hér fæddir og uppaldir.

    Vekur mann til umhugsunar um hvort að Ísland sé eins stéttlaust og af er látið og hvort að ákveðnar stéttir líti bara niður á aðrar?
    Eða að þegar menn komast í ráðandi stöðu þá megi aðrir bara hætta að skipta sér af…

    jamm, maður fer að hugsa…

  • Ómar Kristjánsson

    Dorrit stjórnar engu hérna sko og þarf ekkert að hafa áhyggjur af rekstri ríkisins. Halló. Henni er alveg sjitt sama um það og ég hef ekki séð neitt sem bendir til að hún sé 0.1% inní málefnum er varða rekstur ríkisins.

    Broslegt að sjá til hennar í dag.

    Já, hún fór og kyssti ykkur – og hvað? Alltí gúddý bara.

  • Ómar Kristjánsson

    Ps. Hitt er annað mál að hún Dorrit er greinilega alveg óvitlaus. Hún fattaði alveg að betra væri að vera í hópnum sem kastaði óþverranum en í þeim hópi sem varð fyrir honum. Að því leiti alveg sneddý hjá henni sko.

  • Nú er ég hissa

    @ Ómar Kristjánsson

    Þú leynir greinilega á þér Ómar minn, sbr. ummæli kl. 20:45.

    Ps. Loksins, loksins! Lengi má manninn reyna og vit hans.

  • Nú er ég hissa

    @ Pétur postuli kl. 18:59

    Meinarðu, að Björn Valur sé þá bara hjákona Steingríms

    eða meinarðu að Björn Valur sé tvíbytna og gift báðum?

    Ps. Kæfuvörnin segir amk. 6

  • Þessi umræða hér er allveg frábær og galin, af hverju óttast fólk það að Forsetafrúin tali við kúgaðan almenning ?..hún þó skynjar greinilega alvarlegheit og ástandið, ólíkt flestum fígúrunum sem röltu þarna á milli kirkju og alþingis skítrætt við almenning.

  • Pétur postuli

    Þú sem ert hissa.

    Spyr þú mig eigi um hórdóm Björns Vals.
    En ekki væri ég hissa að tvíbotna vær´ann.

    Ekki gat hann risið upp úr sæti til heiðurs ástkærum Ólafi.
    Botnverkir eftir hvern dvöldu Björn Val? Þistilfjarðar Grím?

    Ps. Kæfuvörnin mín segir 3
    og ekki lýgur hún um svo stórt mál.

  • Magnus Jonsson

    @ Óli 22:05
    Nákvæmlega hún þorir þó annað en þessir aumingjar hér sem ata fólki saur undir nafnaleynd.
    Hef það fyrir víst að konan hafi styrkt þessi hjálparsamtök og er alltaf tilbúin að hjálpa á meðan margir sem kasta skít og aur undir nafnaleynd nennið ekki að standa uppúr stólnum. Hverjir eru hetjurnar ?

  • Valur Bjarnason

    Sigrún Lára skrifar: ,,Ég hefði viljað sá Jóhönnu forsetisráðherra tala við fólkið en ekki að skýla sér bakið regnhlíf og lífverði gungan sú!!“

    Þú hefðir auðvitað gegnið í sparifötunum á móti eggjadrífunni brosandi enda engin gunga.

  • Pétur postuli

    Djöfulsins fitl er þetta alltaf í sölum þingsins,
    Því þetta er opinberaður sannleikurinn:

    Samkór þingheims söng stefið:
    „My ding a ling, My ding a ling“

    Þær stöllur

    Ásta Ragnheiður og Jóhanna Sigurðardóttir
    léku undir „My ding a ling, My ding a ling“

    á bjöllu og víbratór.

  • Pétur postuli

    Vantar allan kraft og náttúruleg glímutök
    í þetta sjálf fitlandi og úrkynjaða þing.

    POWER TO THE PEOPLE !

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af fjórum og fjórum? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur