Mánudagur 17.10.2011 - 17:11 - 15 ummæli

Lækka skatta, auka útgjöld

Sniðugt hjá Sigmundi Davíð að kalla nýja stefnu hjá Framsóknarflokknum Plan B.

Samkvæmt viðtali við Moggann er plan bé einfalt. Hætta við umbætur í sjávarútvegi og losa heimilin við skuldir. Hætta niðurskurði í heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni – og lækka skatta.

Eitthvað kunnuglegt við þetta samt. … Fjórtán þúsund störf. Selja alla bankana. 100 prósent lán. Fimm Kárahnjúkavirkjanir. Flugvöllinn á Löngusker …

Hókus pókus.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Ummæli (15)

  • Jón Jón Jónsson

    Hvað ætlar Samfylkingin að gera?
    Níða heimili landsins áfram og kyssa tær bankasýslumanna?
    Fylgja ráðum Össurar og ráða Pál?

  • Magnus Jonsson

    Kannski Samfylkingin gæti staðið við eitthvað af stóru orðunum eða eru stjórnmálin í alvöru svona rosalega múlbundin af fjármagnseigendum ?
    Það er lítill munur á Hókus Pókus plani Framsóknar og Hókus Pókus loforðum hrunflokksins.

  • Jón Sig.

    Það er bara vúdú hagfræðin frá frjálshyggjuöfgamönnunum! Beint í æð.

    Þetta er sprenghlægilegt. En ótrúlega óábyrgt lýðskrum.

  • aagnarsson

    Ýsa 40.000 t. Ufsi 50.000 t. Þorskur 170.000 t = 260.000 tonn.
    Íslenska þjóðin er eins og þorskur á þurru landi, getur ekki bjargað sér.
    Mörghundruðþúsund tonn vantar upp á, að fiskimiðin skili þjóðinni þeim
    fiskafla sem eðlilegt er.
    Afléttum oki banka og líú af þjóðinni og komum með nýja hugsun við
    fiskveiðarnar og umgengnina um fiskimiðin.
    Mörður, efndu loforð þitt, frjálsarhandfæraveiðar, þá leysir þú byggða,
    mannréttinda, fátæktar og atvinnuvanda Íslendinga.

  • Húrra fyrir Sigmundi er greinilega þörf á honum í stjórn annað en þessi óstjórn ykkar hamlið allt atvinnulífið með höftum og á móti stóriðju verður allt annað þegar Flokkurinn og Framsókn verða kominn í stjórn með Davíð sem Forsætisráðherra.

  • Þór Eysteinsson

    Tillögur framsóknar eru vonbrigði vegna þess að þær sína bitlausa og gagnslausa stjórnarandstöðu, sem er ófær um að bjóða upp á annað en lýðskrum og málþóf. Það er ekki heilbrigt ástand í lýðræði. Ég fór í gegnum allt plaggið og það er varla hægt að festa hönd á nokkurn hlut þar, nema fleiri nefndir og kannanir og starfshópa, fyrir utan óskhyggju eins og að afnema gjaldeyrishöft eftir ár, og galdra skuldir í burtu einhvernvegin. Þau eru beysk meðulin sem eru í boði hjá núverandi stjórn, en þar er þó enginn hókus pókus. Plan BS væri kannski betra nafn á þessi ósköp.

  • Þór Saari

    Meira að segja nafnið er fengið að láni frá hreyfingunni sem lagði fram tillögur með sama nafni í fyrra. Framsókn, hvert?

  • Leifur A. Benediktsson

    Innkalla ætti allar veiðiheimildir við Íslandstrendur tafalaust. Það var eitt af kosningaloforðunum fyrir síðustu kosningar. Hvernig væri að efna þetta loforð svona rétt áður en farið verður í næstu ,,baráttu“?

    Plan B er eitt það arfavitlausasta sem fram hefur komið frá frömmurum til lausnar á öllu mögulegu og ómögulegu í kjölfar kreppunnar.

    Enda sást það á Siv Friðleifs,sem sat kynningarfundinn að þetta var arfavitlaust og henni leið hreint ekki vel. Skiljanlega.

  • Jens Jónsson

    Þór Saari
    „Hið pólitíska kerfi er komið í þrot og ræður ekki við brýnustu úrlausnarefni þjóðarinnar, við þurfum plan B.“
    þetta var það sem ég fann um plan B hjá Hreyfingunni er eitthvað meira til um þetta hjá ykkur aðgegnilegt á netinu?

    Beysku meðulin sem núverandi stjórn býður uppá er að flytja skuldir atvinnulífsins á almenning!

  • Frikki Gunn.

    Plan Samfylkingarinnar er að leggja landsbyggðina niður og gera Ísland að borgríki sem stjórnað er frá Brussel.

    Samfylkingin og meðhlaupara hennar úr VG hafa lagt allan sinn metnað í að skera niðr á landsbyggðinn, hvort sem það heitir heilbreigðisþjónusta eða menntamál, því þau vita að það eru engin atkvæði að fá úti á landi.

    Með því að trufla atvinnuuppbyggingarverkefni á NorðAusturlandi, tókst stórnarflokkunum að hrekja Alcoa þaðan þannig að 500-1000 störf munu aldrei verða til þarna fyrir norðan.

    Þetta niðingsverk verðu skrifað á Samfylkinguna og VG, enda hata þessi flokkar landsbyggðarfólk óg líta niður á það.

    Framtíðarsýn VG og Samfylkignar eru nefnilega að gera alla landsbyggðina að einum alsherjar þjóðgarði að útivistarsvæði sem einungis eru opin þrjá mánuði á ári og með miklum ferðatakmörkunum í anda ofstýringar vinstriflokka.

  • Frikki Gunn.

    Mörður, hver eru annars áform Samfylkingarinnar til aukinnar atvinnu hér á landi og betra lífs?

  • Helstu afrek Samfylkingarinnar síðustu misserin:
    Leggja fram tillögur sem eingöngu gætu komið frá örvitum um sjávarútveg og hefðu rústað endanlega efnahag þjóðarinnar.
    Reyna að keyra áfram umsóknarferli í ESB án pólitísks stuðnings við það.

    Samfylkingin á fyrir löngu að vera búin að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við VG. Það er ekki hægt að vinna með öfgafólki uppfullu af ópraktískum hugsjónum. Það þarf ekki annað en líta til Repúblíkana í Bandaríkjunum til að sjá það. Þeir hafa náð að gera stærsta efnahagsveldi heimsins svo gott sem óstjórnanlegt með ábyrgðaleysi og rugli. Það eru örfáir einstaklingar í Samfylkingunni sem eru svona þenkjandi (sérstaklega aðalmanneskjan í sjávarútvegsmálum), það eru margir svona í VG, nokkrir í Framsókn (þ.m.t. formaðurinn) og nokkrir í Sjálfstæðisflokknum (náhirðin).
    Til að koma Íslandi af stað þarf að koma á samstarfi milli pragmatísks fólks í öllum flokkum og fjarlæga rugludallana frá ákvarðanatökum.

    Sigmundur Davíð er ekki í lagi og ábyrgðarleysið uppmálað en það er enn þá meira ábyrgðarleysi hjá Samfylkingunni að halda áfram þessu stjórnarsamstarfi og leyfa öfgafólki að hafa áhrif á ákvarðanatöku um framtíð Íslands.

  • Hvernig í fjandanum ætla Framsóknarmenn að hætta við niðurskurð OG lækka skatta?

    Svo ekki sé minnst á það að fjármagna niðurfærslu lána, því ríkissjóður mun alltaf þurfa að fjármagna lækkun húsnæðislána Íbúðalánasjóðs.

    Er brjálæðislegur halli á fjárlögum sem sagt stefna Framsóknarflokksins? Eða lántökur (hver sem myndi annars lána okkur) með tilheyrandi vaxtagreiðslum? Er ríkið ekki nógu mikið á hausnum fyrir þeirra smekk?

  • Frikki Gunn.

    Anna, hvert % í atvinnuleysi kostar þjóðarbúið 300-400 mio.kr. á mánuði.

    7% atvinnuleysi eins og nú er (og mun verða næstu árin af því að stefnumál Samfylkingarinnar og VG í atvinnumálum ráða ferðinni) kosta því um 2,1 – 2,8 mia.kr. á mánuði fyrir þjóðarbúið.

    Samtals kostar 7% atvinnuleysi á ári því þjóðarbúið um 25,2 – 33,3 mia.kr. á ári.

    Ef hægt væri að skapa hér atvinnutækifæri (sem virðist ekki vera á færi núverandi stjórnvalda, sérstaklega eftir að að Bakka-álverið var blásið af) væri hægt að spara alla þetta mia.kr. í avinnuleysi og lækka skatta, auk þess að efnahagslega umsvið í landinu myndu aukast.

    Um leið myndi hagvöxtur aukast og þar með þjóðartekjur sem þýðir fleiri krónur í kassann fyrir ríkissjóð.

    Leið ríkisstjórnar Samfylkingar og VG eru hærri skattar => færri fást í vinnu => svört vinna og undanskot frá skatti aukast => neðanjarðarhagkerfið blómstrar => atvinnuvegafjárfestingar minnka => atvinnuleysi eykst => niðurskurður eykst => færri krónur í ríkiskassan => almennar skattahækkanir.

    Leið Framsóknar og reyndar Sjálfstæðisflokksins líka eru leiðir út úr þessum vanda og um leið vegurinn til farsældar fyrir alla landsmenns, nema kannski stuðningsfólk Samfylkingar og VG. Það er nefnileg þessu fólki í hag að núverandi ástand vari sem lengst.

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af sjö og þremur? Svar:

Höfundur

Mörður Árnason
sjálfstætt-starfandi íslenskufræðingur og stjórnmálamaður. Netfang: mordurarna@gmail.com. Vinir velkomnir á Fb.:
www.facebook.com/mordurarna.
RSS straumur: RSS straumur