Þau Eva Baldursdóttir og Sverrir Bollason hafa sett í skýrt kastljós vanda sem lengi hefur kallað á lausnir – skuldastöðu lánsveðshópsins sem lendir milli skips og bryggju í kerfi ráðstafana eftir hrun. Þetta gerðu þau með hófstilltri en rökfastri grein í Fréttablaðinu á laugardaginn (hér, bls. 25) og aftur á fundi í Sjóminjasafninu í gærkvöldi.
Lánsveðshópurinn er fólkið sem keypti sér íbúð í fyrsta sinn árin 2004–2008, og varð að fá veð hjá foreldrum eða öðrum ættingjum, ýmist þar sem íbúðasjóðsláninu sleppti eða fyrir því sem til þurfti milli lánsmats og raunverðs. Vegna þess að þessir kaupendur eru yfirleitt með traust veð á 110%-leiðin ekki við, kröfuhafarnir geta gengið að veðunum ef um allt þrýtur öfugt við lán á yfirveðsettri íbúð.
Þrátt fyrir alla heimsins útreikninga síðustu missiri er ekki ljóst hversu fjölmennur þessi hópur er. Fjórir árgangar, fimmtán þúsund manns, sagði Sverrir í gær – það er líklega of mikið í lagt. En þetta er verulegur fjöldi, og kröfur hans um leiðréttingu mála sinna eru bæði sanngjarnar og pólitískt eðlilegar. Ef ekki finnst leið til að bregðast við þeim er heil kynslóð, eða að minnsta kosti verulegur hluti kynslóðar, „skilinn eftir“ í skuldabasli. Allar kynslóðir núlifandi Íslendinga hafa lent í hinum séríslenska þrældómi þaksins yfir höfuðið, og eru sumsé enn á lífi – og meðan við höfum ekki dug til að breyta þessu vitleysiskerfi verðum við að sýna samstöðu.
Málið er auðvitað erfitt – annars væri búið að leysa það. Bankastjórarnir þykjast ekki hafa þetta fræga svigrúm, og forystumenn lífeyrissjóðanna þegja sem fastast. Við gerum þó þá kröfu til bankanna að þar minnist menn þess hvernig hrunið varð og geri sér fulla grein fyrir samfélagsábyrgð sinni. Hitt er svo alveg rétt að þeir í lífeyrissjóðunum eru að geyma peningana sem lífeyrisþegar framtíðarinnar treysta á – eftir fimm ár, fimmtán eða fimmtíu. Á hinn bóginn hefur grundvöllur þessara sjóða verið tryggður með margvíslegum ráðstöfunum sem allir bera kostnað af, og við sem eigum þetta framtíðarfé megum ekki yfirgefa einstaka hópa húsnæðisskuldara í súpunni einsog við á um lánsveðshópinn.
Því miður vaxa peningar ekki á trjánum einsog Davíðskynslóðinni var talin trú um, og til að leysa þennan vanda þarf einhver að borga. Það þarf nefnilega alltaf einhver að borga, og nú er engum til að dreifa nema íslenskum almenningi, gegnum lífeyrissjóðina, skattana, þjónustu bankakerfisins.
Ég bíð nú tillagna frá efnahags- og viðskiptaráðherra um þessi mál.
Mörður, ég vona að þú gerir þér grein fyrir því að „úrræði“ efnahags- og viðskiptaráðherra hafa sum hvert gert illt verra fyrir skuldug heimili, sbr. breyting á lögum um vexti og verðtryggingu nr. 151/2010. Þar voru þingmenn beinlínis blekktir með afvegaleiðandi dæmi og fagurgala.
Eins og fjölmargir lánþegar hafa fengið að kenna á þyngdist greiðslubyrði hinna ólögmætu gengistryggðu lána eftir þessar lagabreytingar og í raun ríkir enn fullkomin óvissa um skuldastöðu þessa fjölmenna hóps.
Við Hrunið varð algjör FORSENDUBRESTUR fyrir útreykningi verðtryggingarinnar og gengisvísitölunnar, lán stökkbreytust, á nokkrum mánuðum, þennan forsendubrest verður að lagfæra, því það voru Bankarnir sjálfir og engir aðrir sem kolfeldu krónuna, ekki heimilin í landinu, og síðan hrinur allt efnahagskerfið, það er ekki nema ein leið út úr þessu, hann er sá að færa, bæði gengisvísitöluna, og vísitölu neysluverðs til verðtryggingar í átt að því sem þessar vísitölur voru við hrunið, með hóflegri hækkun vísitölunnar síða þá um ca. 3% hækkun á ári, og landsmönnum kemur hreint ekkert við hvort einhverjar Fjármálastofnanir ráða við þessa leiðréttingu eða ekki, það er ekki skrítið að vogunarsjóðirnir vilji komast úr landi með gróðan sem fyrrst.
Mestu efnahafgsmistök sem gerð hafa verið á Íslandi, er að hafa ekki tekið vísitöluna úr sbandi við Hrunið, alla vega tímabundið,og þessi mistök eru búin að valda landsmönnum öllum, nema fjámálaráðherra, meiri hörmungum og skaða, en fordæmi eru fyrir í allri Íslandssögunni.
Sæll Mörður.
Ég held að það séu algerir draumórar að gera ráð fyrir því að bankarnir og stjórnendur þeirra kunni á neinn hátt að skammast sín eða finnist þau á nokkurn hátt eiga að sýna af sér betri hegðun. Þvert á móti held ég að þau skilji ekkert annað en hörku og þvinganir að hálfu ríkisins og það er óþarfi að spara vöndinn á þetta skítapakk.
Þau hafa finnst mér sýnt aftur og aftur að ekkert hefur breyst og hrun og tjón af þess völdum er þeim slétt sama um, þau kunna alls ekki að skammast sín.
Bankarnir fara með rangt mál eða að ljúga beinlínis eins og hvað varðar afskriftir til einstaklinga þar sem þau halda því kinnroðalaust fram að þegar þau eru gerð afturreka með ólöglegar gengishækkanir á lánum þá sé um afskriftir að ræða og einhvers konar góðverk af þeirra hálfu.
Bankarnir fóru í gengistryggðu lánavegferðina vitandi að þetta væri ólöglegt og áfram halda þeir lögbrotunum t.a.m. varðandi vörslusviptingar bifreiða án dóms og laga. Í raun eru þau eins og siðlausir afbrotamenn sem hætta aldrei fyrr en á bak við lás og slá og stundum ekki þá.
Síðasta dæmið um dómgreindar- og siðleysi bankanna er þegar Styrmir Þór Bragason er ráðinn til Straums þrátt fyrir að hann hafi naumlega sloppið við fangelsisdóm í héraði og eigi yfir höfði sér dóm í hæstarétti.
Bankarnir munu aldrei af fúsum og frjálsum vilja bæta fyrri brot sín eða taka þátt í uppbyggingu. Þeir eru fullir af lagatæknum og viðskiptafræðingum sem hafa lært það að það sé ekki bara í lagi heldur æskilegt að vera eins gráðugur og siðlaus og þú kemst upp með.
Sennilega þörf ábending EN hvað með þá sem keyptu sér mentun og fengu til þess lánsveð. Er rétt að leiðrétting sé bara fyrir steypukaup?
Af því að þú ert heiðarlegur þingmaður Mörður þá væri gott að svar frá þér við því hvort þú teljir að þú hafir verið blekktur þegar þú samþykktir lögin sem Sigurður talar um hér að ofan – http://www.althingi.is/dba-bin/atkvgr.pl?nnafnak=43879
Í minnisblaði með frumvarpinu kom fram að tilgangur þess væri að hjálpa fólki en sannleikurinn er sá að greiðsluflæði til bankanna (og þar með virði lánanna) er svipað eða meira eftir lagasetninguna heldur fyrir hana. Semsagt Alþingi (og þú þar á meðal) lögfesti stökkbreyttar greiðslur af þessum lánum.
Takk, takk, takk, mikid var ad tetta mal er ad komast a dagskra. Lantakendur hja lifeyrissjodum med vedlan eru likt og ohreinu bornin hennar evu sem enginn vill adstoda. Vona ad tssi grein komi hreyfingu a hlutina.
Hákon Hrafn, í minnisblaði frá efnahags- og viðskiptaráðherra til þingmanna 5. nóvember sl. stóð m.a.:
„Frumvarpið tryggir skilvirkni í úrlausn, útreikningum og endurgreiðslu ólögmætra gengisbundinna lána, þrátt fyrir hátt flækjustig, vegna t.d. eigendaskipta, greiðslna ábyrgðarmanna og ólíkrar samningsgerðar lána.“
„Frumvarpið tryggir sanngirni gagnvart öllum lántakendum gengisbundinna húsnæðislána og bílalána, þrátt fyrir mismunandi gerðir lánanna. Dráttarvextir og vanskilagjöld reiknast ekki á lánin og lántakendum býðst kostur á að velja á milli mismunandi vaxtakjara til framtíðar.“
Þetta er fagurgali því annað hefur heldur betur komið á daginn.
Mörður. Það hefur allt of mikill tími farið í smáskammtalækningar og einhver sér úrræði sem sáralitlu hafa skilað. Þá er sífellt verið að flokka fólk í dilka og einhverja hópa sem sagst er verið að berast fyrir.
Og ef útskýringar Ólafs Arnarssonar „kanntu annan“á Pressunni eiga við rök að styðjast, erum við ekki lengur að tala um hefðbundnar fjármalastofnanir – heldur fjárplógsstofnanir sem slá öllu því versta við sem hægt hefur verið að ýmyndað sér til þessa
http://www.pressan.is/pressupennar/LesaOlafArnarson/kanntu-annan
Tek undir ábendingu Atla til Marðar og skjaldborgarstjórnarinnar um aumingja blessuðu bankastjórana og hrægammana og Wall Street, City og vitaskuld kórdrengina í Frankfurt:
http://www.pressan.is/pressupennar/LesaOlafArnarson/kanntu-annan
„… þjónustu bankakerfisins.
Ég bíð nú tillagna frá efnahags- og viðskiptaráðherra um þessi mál.“
Er Mörður orðinn nýjasti fylgismaður Friedman og kannski Greenspan og Goldman Sachs og Rothschild? „Shake your jewellries“ sagðirðu,
var það ekki?
Það sem varast vann varð þó að koma yfir hann. Kallgreyið.
Sko Mörður minn, eitt er hvað allaballarnir eru drepleiðinlegir, en það er óþarfi að enda sem nýfjálshyggju-kórdrengur. Hvað segiðu td. um Sósjal-anarkisma
í anda Chomskys?
„Málið er auðvitað erfitt – annars væri búið að leysa það.“
Er þetta ekki hinn dæmigerði fyrirsláttur duglítilla dindla á þingi?
http://vald.org/greinar/111019/
Mörður?:
„Árið 2008 varð algjör forsendubrestur á lánamarkaði. Verð- og gjaldeyristryggð fasteignalán, sem starfsmenn bankanna höfðu selt fólki með þeim væntingum að verðbólga og gengisskráning kæmu til með að sveiflast innan eðlilegra marka, snarhækkuðu. Á þessum tímapunkti var það SKILDA stjórnvalda að taka lánavísitölur úr sambandi. Sú staðreynd að þetta var ekki gert (væntanlega skipun frá AGS sem rakkarnir hlýddu) var stærsti ósigur fólksins í landinu í öllu þessu máli. Allar aðgerðir síðan þessi forsendubrestur átti sér stað eru útúrsnúningar og málþóf. Það verður að færa öll fasteignalán aftur til áramótanna 2007–2008 og reikna eðlilega vexti frá þeim tíma.
Sala ríkisins á nýju bönkunum kallar á alveg sérstaklega nákvæma rannsókn. Hvernig gat það gerst að erlendum vogunarsjóðum væri gert kleift að kaupa skuldir heimila og fyrirtækja fyrir slikk? Það er talað um 50% afslátt á skuldum heimilanna—lán sem núna eru endurreiknuð á fullu verði og birtast í hagnaðartölum bankanna—og Michael Hudson, heimsfrægur hagfræðingur sem kom til Íslands, bloggaði nýlega að sjóðirnir hafi í mörgum tilfella borgað aðeins 10% fyrir skuldir fyrirtækja. Stóð íslenskum fjárfestum, t.d. lífeyrissjóðum, til boða að kaupa þessa pappíra? Svör óskast.
Tillögur hafa komið fram á Alþingi um að skattleggja þennan ofsagróða bankanna, en eins og við var að búast sjá ráðherrar litla möguleika á slíku. Þetta lið er greinilega á bandi bankanna og sér ekkert nema erfiðleika þegar hagsmunir fólksins eru annars vegar. Skattur af þessu tagi er þó vel þekktur erlendis og gengur t.d. undir nafninu windfall skattur í Bandaríkjunum. Skatturinn er lagður á þegar fyrirtæki græðir óvænt og ekki vegna eigin útsjónarsemi. Þegar olíuverðið snarhækkaði vegna stríðs 1973 (olíufarmar hækkuðu oft um 100% á meðan á heimsiglingu stóð) þá borguðu olíufélögin windfall skatt einu eða tveimur árum seinna. Nýju bankarnir eiga samkvæmt þessu að borga skatt af óeðlilegum og óverðskulduðum tekjum sínum.
Eftir allt sem á undan er gengið sitjum við uppi með óbreytt bankakerfi, sem að stórum hluta virðist hafa verið fært upp í hendurnar á útlendingum fyrir smáaura, aðila sem greinilega ætla sér að mergsjúga þjóðina. Kúlulánaliðið heldur enn um stjórnartaumana á meðan tugþúsundum einstaklinga er kerfisbundið ýtt út í gjaldþrot. Gamlir útrásarvíkingar fá afskrifað á meðan almenningur nær aldrei athygli stjórnvalda nema eftir löng málaferli eða fjölmenn mótmæli. Hvar er réttlætið?
Ekkert gefur betri innsýn í hugarheim pólitíkusa heldur en forgangsröðin sem þeir nota. Hvers konar þjóð býr í landi þar sem lífi sjúklinga er stefnt í hættu og önnur nauðsynleg þjónusta er sett í fjársvelti á meðan pólitíska stéttin—og þá sérstaklega utanríkisþjónustan—sleppir ekki spenanum? Sendiráð eru úreltir forngripir sem kosta okkur 2600 milljónir árlega í beinhörðum gjaldeyri. Sendiráðin eru geymslustaðir fyrir afdankaða pólitíkusa og þau afreka ekkert sem einn ræðismaður getur ekki auðveldlega séð um. Og þetta er aðeins hluti utanríkisbáknsins.
Stéttarfélag pólitíkusa úr öllum flokkum sýndi sitt rétta andlit þegar Össur Skarphéðinsson setti tvo hrunverja, Árna Mathiesen og Halldór Ásgrímsson, í þægilegar stöður erlendis. Þetta voru ekki flokksbræður ráðherrans, en svona eru leikreglurnar. Þegar kjósendur eru búnir að losa sig við Samfylkinguna heimtar Össur sendiráð fyrir sig eða einhvern úr flokknum. Og almenningur heldur áfram að borga fyrir bruðlið.
Pólitíska stéttin og fjársterkir stuðningsmenn hennar virðast vinna allar orrustur … og með hliðsjón af nýjustu yfirlýsingum bankanna um endalok leiðréttinga, þá er kerfið sennilega líka búið að vinna stríðið. „
Ef ég tek lán sem er hærra en greiðslumat (hvort sem það er með veði í eigum foreldra eður ei), er þá ekki líklegt frá upphafi að ég muni ekki ráða við greiðslurnar?
Þingmaður Mörður, það heitir RÚV ohf. og það rukkar bara meira,
því það er lögvarið af þingmönnum, sem vita ekki hvað þeir lögverja.
Hér er fjallað um þá sem lánuðu ættingjum sínum veð til íbúðakaupa.
Hvað með þá sem lánuðu ættingjum sínum FÉ til íbúðakaupa?
Enn fremur: afhverju á ekki að ábyrgjast það eins og fé í öðrum bönkum?
Og afhverju er ríkisábyrgð á skuldum bankakerfisins ekki skattlögð eins og aðrar gjafir? Þurfti ekki Ómar Ragnarsson að telja fram afmælisgjöfina sína?
http://lanthegar.is/?p=13003
@ guðný
„Ef ég tek lán sem er hærra en greiðslumat (hvort sem það er með veði í eigum foreldra eður ei), er þá ekki líklegt frá upphafi að ég muni ekki ráða við greiðslurnar?“
Þetta er fín spurning frá þér guðný til kúluliðsins á Alþingi
og spurð þú því þingmenn og ráðherra áfram spjörunum úr
… því samkvæmt skilgreiningu eru þeir mútuþegar …
og mútur eru alltaf greiddar undir borðið eða þvegnar í vaski.
Er nema von að vart 10% kjósenda treysti þessum rumpulýð á þingi?
Og hvernig þykist sá lýður þess umkominn að setja öðrum lög?