Brynjar Níelsson er ekki öllu skyni skroppinn þótt hann reyni stundum talsvert á sig til að líta þannig út. Það sýnir spurning hans á laugardaginn um Evrópusambandsaðild í staðinn fyrir EES-þóf.
Yðar einlægur komst að svipaðri niðurstöðu á þinginu fyrir rúmu ári þegar upp hrönnuðust EES-mál sem jaðraði við stjórnarskrárbrot að samþykkja. Annaðhvort fara Íslendingar inn, lögum lagarammann að því samstarfi og höfum raunveruleg áhrif í þeim málum sem skipta okkur mestu — eða ríkið segir sig úr EES, með öllum þeim hættum sem því fylgja. Núverandi staða er bæði órökrétt og óþolandi. Sjá/heyr þetta viðtal á Bylgjunni 27. desember 2012.
Fyrirsögnin er af ásettu ráði sú sama og hjá Halli Magnússyni sambloggara hér á Eyjunni. Mér sýnist vera komnir þeir tímar að Evrópumálin séu að verða mikilvægari fyrir okkur, sem einstaklinga og sem samfélag, en gömul flokkaskil.
“ Annaðhvort fara Íslendingar í ESB eða þeir segja sig úr EES.“
Er það ekki veikleikamerki, beinlínis hættulegt, þegar við Íslendingar eru sjálfir farnir að túlka ástandið og stjórnarskrá okkar á þessum svart-hvítu nótum?
Það yrði súrt ef við þyrftum að ganga inn í Evrópusambandið á óttanum einum.
géta íslendíngar mannað allar nemdir innan e.b.e. ekki géta þeir það í dag svo verður nokkur breitíng nema að e.e.s, breitist í e.b.e
Mér finnst fara undarlega lítið fyrir umræðu um þá staðreynd að vegna gjaldeyrishafta uppfyllum við ekki lengur skilyrðin fyrir þátttöku í EES-samstarfinu.
Við eru nú á undanþágu vegna hrunsins en sú undanþága er að sjálfsögðu tímabundin. Umsóknin um ESB-aðild hefur eflaust átt þátt í að enn hefur ekki verið þrýst á okkur um að afnema höftin.
Með krónu sem gjaldmiðil verða gjaldeyrishöft í einhverri mynd alltaf nauðsynleg. Það eru því engar líkur á að þátttaka okkar í EES með krónu sem gjaldmiðil sé raunhæfur kostur til lengdar.
Frjálsir fjármagnsflutningar á milli þátttökulanda er ein af grunnstoðum EES-samstarfsins. Líkur á undanþágu til frambúðar fyrir Ísland verða því að teljast litlar sem engar.
Einføld stadreind sem Àsmundur bendir hèr à, þad eru fàir sem gera sèr grein fyrir. Evròpusambadid mun à einhverjum timapunkti ùtiloka Island frà EES-samstafinu, nùverarandi utanrikisràdherra tefur þad ekki, trùlega verda margir Islendingar sem bùa erlendis ad skifta um rikisborgararètt.
Hún er að verða þreytandi þessi ESB þráhyggja aðildarsinna. Þeir gefast ekki upp. Í Alþingiskosningum fyrir um ári síðan höfðu flokkar andvígir inngöngu í ESB afgerandi sigur. Samfylkingin með aðildarumsóknina að ESB nánast sem sitt eina mál í kosningabaráttunni beið afhroð.
Samt er haldið áfram af dæmalausri þráhyggju og málinu haldið vakandi með tilstyrk fjölmiðla sem leynt og ljóst fylgja ESB línunni. Og nú er hamrað á þeirri kröfu, að sveitarstjórnarkosningarnar í vor hverfi í skugga ESB deilna með öllu því írafári sem einkenndi málið á dögum vinstri stjórnarinnar.
Það liggur fyrir að ESB er ekki á dagskrá núverandi ríkisstjórnar og fyrr en síðar verður forsætisráðherra að grípa ákveðið inn í þessa atburðarás með afgerandi yfirlýsingu: „ESB málið er ekki á dagskrá; það verður ekki kosið um ESB málið í vor; málið verður gert upp í næstu Alþingiskosningum“. Punktur.
Þetta er bara enn ein birtingarmynd fráleitlega grunnrar umræðu.
Ég ætla ekki að byrja á að skamma þig Mörður, vonandi ertu að opna á umræðuna, en ef við ætlum að velta þessum möguleika upp, þ.e. að fara úr EES þá er algert lágmark að það sé útlistað fyrir fólki hvað það þýðir.
Hvað þýðir það fyrir öll réttindin sem við höfum fengið með innleiðingu EES laga? Hvað þýðir það gagnvart útflutning frá Íslandi en 86,3% vöruútflutnings íslands fór til evrópu árið 2012? Hvað þýðir það fyrir íslendinga að við missum atvinnuleyfi okkar í öllum löndum evrópu utan norðurlandanna? Hvað yrði um öll fyrirtæki sem starfa á alþjóðamarkaði?
Það er algert lágmark, sé verið að stilla hlutunum svona upp að það sé kynnt fyrir fólki hvað úrsögn úr EES þýðir. Að mínu mati þá hefði það slík áhrif að almennur fólksflótti myndi hefjast, þá til norðurlanda, því til annarra landa gætum við víst ekki flúið.
Séum við virkilega komin á þennan stað – að við séum að ræða þennan möguleika – þá skulum við ræða það af fullri alvöru hvaða afleiðingar slíkt myndi hafa.
Þórður — nákvæmlega — það er þetta sem ESB-andstæðingar þurfa að segja okkur. Við sem viljum semja vel og ganga inn höfum tiltölulega skýra framtíðarsýn. Það verður engin Paradís á jörðu við inngöngu í Evrópusambandið en því fylgja margir kostir — þar á meðal sá að raunverulegt sjálfstæði okkar eykst við valdadeilinguna (= fullveldisframsal til sameiginlegra stofnana) frá því sem nú er. Andstæðingar ES-aðildar hafa enga séstaka hugmynd um framtíðarþróun — sem best kemur fram í því að þeir geta ekki sagt af né á um EES-aðild. Og hafa reyndar ennþá ekki hætt samningaviðræðunum að formi til!
Kannski ekki úr vegi að svara þér eins og Halli, í ljósi þess að fyrirsögnin er eins:
Svar: Þetta mál er aftast á forgangslistanum, fullt af öðrum innlendum málum sem þarf að laga fyrst, mál sem þarf að klára svo sýn þjóðarinnar verði skýrari og ákvörðun hennar um þetta tiltekna mál betri. Við erum í EES og verðum þar meðan við lögum okkar innanlandsvanda. Ekkert mál ef allir taka þátt í því.
Það er ákveðin óvissa varðandi esb – þeirri óvissu verður ríkisstjórnin að eyða að það verður aðeins gert með þvi að leggja formlega fram tillögu um að slíta aðildarviðræðunum.
Ég er bjartsýnismaður – það verður búið að gera það fyrir sveitarstjórnarkosningarnar.