Hvalur hf. hefur ekki starfsleyfi til að framleiða hvalamjöl til manneldis, og Hvalur hf. hefur ekkert starfsleyfi til að framleiða kryddvöru – ef einhver skyldi vilja líta á hvalmjölið í hinum svokallaða hvalabjór sem krydd.
Þetta er meginniðurstaðan í svari atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra Sigurðar Inga Jóhannssonar við fyrirspurn sem ég gerði honum af skömmum mínum um hvalabjórinn. Merkilegt: Þessar staðreyndir koma eiginlega ekki fram í svarinu sjálfu heldur í fylgiskjölum sem ég var svo heppinn að biðja um að látin yrðu fylgja, frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands og frá Matvælastofnun.
Allra merkilegast: Ráðherrann tók ákvörðun um að leyfa hvalamjölsþorrabjórinn eftir að hafa fengið í hendur þessar umsagnir.
Hvalabjórsmálið snýst ekki lengur um bjór eða þorra eða hvalveiðar heldur um gáleysislega geðþóttastjórnsýslu matvælaráðherrans – sem engu skeytir um lög, reglugerðir og hagsmuni neytenda þegar hægt er að komast á þjóðlegan og karlmannlegan hátt í fréttirnar – með því að framlengja almenna sölu á þarmainnihaldi hvalfiska.
Þetta er alveg ótrúlegt. Fengu mjölið úr mjölgeymslum sem sennilega var brætt 2009. Og ráðherranum er bara slétt sama. Ekkert eftirlit með þessari mjölgerð.
Mikið rétt. Það vita allir að þessi dýralæknir er geðþóttastjórnsýsluþorramatvælaráðherrabúrafúskur.
asi — Þú slærð jafnvel mig út í orðalengingum! 😉
Hvar er Siggi gamli Líndal?
Einhver þarf að kippa í kallinn og segja honum að koma með lagatæknilegu hlið málsins. Í gær Hanna Birna, í dag Sigurður Ingi.
Vonandi hefur kallinn ekki drukkið of mikið af hvalabjórnum.
Eitt er ég ekki að skilja. Sagt er að hvalkjöt seljist ekki. Japanir eru hættir að kaupa það og engin vill það. Hins vegar sagði ráðherra um daginn að 100manns vinni við hvalveiðar og hafi allt að milljón á mánuði. Hvaðan fær Hvalur hf., pening til að halda fyrirtækinu gangandi? getur einhver svarað því?
Góð spurning. Mér finnst líka sérstakt að hafa farið útí bræðslu á innyflum hvala og öðrum útgangi ss. beinum. Jú jú, ok. lýsið. Sagt er að þeir hafi keyrt bátana á lýsi að einhverju leiti. Gæti hugsanlega meikað sens EN það vekur grunsemdir þær fréttir sem bárust frá útlöndum og vöktu lita sem enga athygli hér td.: ,,Við eftirgrennslan um meintan útflutning á hvalmjöli til Danmerkur kom í ljós að umrætt magn, 775 kíló í janúar 2009 og 22.750 kíló í mars 2009, var fiskimjöl sem vegna mistaka í tollskýrslugerð verið skráð á tollnúmer fyrir hvalmjöl. Viðkomandi fyrirtæki hefur nú leiðrétt mistökin. Hagstofa Íslands mun í framhaldinu leiðrétta þetta á vef sínum þann 31. mars n.k. þegar endurskoðaðar lokatölur fyrir útflutning 2009 liggja fyrir. Íslensk yfirvöld munu einnig taka málið upp við yfirvöld í Danmörku“
http://www.visir.is/fiskimjol-skrad-sem-hvalamjol-vegna-mistaka/article/2010376860086
Þetta er, að mínu mati, eins grunsamlegt og hugsast getur.
Hvað gera menn við hvalmjölið? Er því ekki bara mjatlað saman við eitthvað annað mjöl og selt út? Nei, eg segi svona. Maður trúir öllu uppá þetta lið eftir kúkabjórshneykslið. Það fyndna svo er að sumir innbyggjar svolgra í sig kúkabjór og þá vegna þjóðrembingsfaktorsins. Meina, það væri alveg eins ægt að bræða bara mannaskít og drekka hann svo.
Líklegasta skýringin á þessari bjórbruggun er að um sé að ræða sérhannaðan iðrabjór fyrir framsóknarmenn til að drekka á þorrablótunum, og ef svo er, og menn halda sig við það að þeir einir drekki sullið sem Framsóknarflokknum tilheyra: er þá ekki komin eðlileg og gild ástæða til að brugga iðrabjór, þeim til þambs á samkomum sínum?
Hvernig væri nú Mörður að þú spyrðist fyrir okkur almúgann á hinu „há“ Alþingi hvert hvalkjötið fer
Já. Spurja nákvæmlega hvar kjötið er og hvar mjölið er ásamt lýsinu. Fá skýrslu og greiningu, lið fyrir lið, og sundurliðað árlega. Síðan eftirlitsmenn til sannreyna fullyrðingarnar.
Það er bara þannig að maður treysitr ekki framsjöllum fyrir horn í nokkru máli orðið. Slíkt er framferði þeirra og háttalag gagnvart almenningi og lögum og reglu. Allra síst treystir maður þeim fjármunaega séð.
Las um dagin af einhverri rannsókn innan gæsalappa, að allur bjór væri í raun úrgangur örvera. Sem sagt, bjór er kúkur örvera.
Þess vegna er hæg að bragðbæta hann með öðrum slíkum.
Sjá einkum umsögn Matvælastofnunar, fylgiskjal I þar sem segir að neytendur eigi að njóta vafans og „… ekki sé leyft að markaðssetja matvæli þegar vafi er um hvort framleiðsla og dreifing sé í samræmi við sjónarmið um öryggi og hollustu matvæla.“
http://www.althingi.is/altext/143/s/pdf/0581.pdf
Samkvæmt Hreinleikalögum Bæjaralands má nota vatn, bygg og humla til bjórbruggunar. Ger er einnig leyft og hveitimalt ef bruggaður er hveitibjór. Hann er mjög svalandi á heitum sumardögum. Hluti bjórlaga hafa verið óbreytt frá 16du öld. Tökum Bæjara til fyrirmyndar.