Sunnudagur 25.10.2009 - 12:20 - FB ummæli ()

Flensulyf og plan B

Ef fram fer sem horfir getur verið að við þurfum að treysta í vaxandi mæli á nýju inflúenzulyfin, Tamiflu og Relenza. Hingað til og á síðustu árum höfum við treyst á þessi lyf við slæmum inflúenzueinkennum með góðum árangri sem nú virðast síflellt verða algengari með harnandi útbreiðslu svínainflúensu og sífellt fleirum sem þurfa að leggjast inn á sjúkrahús, í sumum tilvikum á gjörgæsludeildir. Íslendingar eru komnir langt inn í faraldur heimsinflúenzu og miklu lengra en aðrar Norðurlandaþjóðir og nú þegar er verið að gera ráðstafanir um viðbótarpláss í gjörgæsludeildum eins og fram hefur komið í fréttum sl. daga. Á sama tíma er ekki einu sinni byrjað að bólusetja sjúklinga sem eru í sérstakri áhættu á að veikjast alvarlega.

Reikna má að hámarki þessarrar bylgju af svínaflensu-faraldrinum nú náist á næstu vikum og hafi þá ef til vill meira en 30% þjóðarinnar sýkst án þess að bóluefni sem jafnvel er nýbúið að gefa komi að gagni. Því er eins gott að vita að til sé nokkuð örugg lyf í dag sem geta slegið verulega á inflúensusýkinguna og sem koma í mörgum tilfellum í veg fyrir eða slá á alvarleg á flensueinkenni svo sem lungnabólgu af völdum veirunnar. Jafnframt draga lyfin úr hættu á alvarlegum fylgisýkingum flensu svo sem lungnabólgu af völdum lungnabólgubaktería.

Mikilvægt er að leita eftir aðstoð og lyfjameðferð snemma eða a.m.k um leið og flensueinkennin stefna í að verða slæm og helst inna tveggja sólarhringa frá því einkenna verður vart. Sérstaklega á þetta við um þá sem eru langveikir fyrir, ófrískar konur og yngra fólk með asthma. Flensulyfin drepa ekki inflúenzuveiruna en dregur úr fjölgunarmöguleika hennar í líkamanum og hjálpar þannig ónæmiskerfi líkamans að ráða niðurlögum flensunnar með  mótefnamyndun gegn veirunni. Þessi ákveðnu veirulyf eiga þannig ekkert skylt við sýklalyf (sem oft eru einnig kölluð fúkkalyf) sem vinna á bakteríum (oftast drepa þær) svo framalega sem bakterían hefur ekki myndað ónæmi fyrir lyfinu sem því miður er orðið allt of algengt hér á landi vegna mikillar sýklalyfjanotkunar. Þannig er einnig hætta á að sýklalyfjónæmum stofnum fjölgi verulega í slæmum flensufaraldri vegna margfaldrar notkunar sýklalyfja við meintum fylgikvillum inflúenzu.

Sú hætta er þó alltaf fyrir hendi að svínainflúenzuvírusinn myndi einnig ónæmi fyrir flensulyfjunum Tamiflu og Relenza við mikla notkun svo ráðlagt er að nota lyfin ekki að óþörfu og aldrei við öðrum sýkingum en inflúenzu enda virka þau ekki á aðra sýkla. Því er best að leita ráðgjafar hjá læknum hvernig best er að nota lyfin og til að fá upplýsingar um mögulegar aukaverkanir. Ráðleggingar um flensulyf og inflúenzuna er að finna á vef Landæknis, influensa.is

Flokkar: Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn