Föstudagur 26.02.2010 - 16:44 - FB ummæli ()

Brjóstastækkun á Stöð2

Panther-chameleon

Sl. daga hefur endurtekið verið fjallað um ágæti brjóstastækkana á Stöð2, í þættinum, Ísland í dag. Það fyrsta sem mér datt í hug er ég sá fyrri þáttinn var auglýsingagildið fyrir slíkar aðgerðir. Því er áhugavert að setja þessa umræðu líka í samband við einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu, sem nú er mikið til umræðu. Þessar „lækningar“ hafa verið mikið í umræðunni á sl. árum og landinn fengið að fylgjast vel með þeim í hinum ýmsu sjónvarpsþáttum og hvað hægt sé að gera.

Nýlega var efnið til umfjöllunar á Læknadögum þar sem meðal annars var fjallað um fegrunaraðgerðir á kynfærum kvenna. Táarstyttingar hafa einnig verið vinsælar í vesturheimi, þar sem þessar lýtaaðgerðir hafa gengið hvað lengst, enda vel borgaðar og sennilega er fræðagreininni þar litlar takmarkanir settar.

Ef almenningur þarf ekki að hugsa um kostnaðinn er sennilega ekkert athugavert um frjálst val á slíkum aðgerðum. Sorglegast er þó að sjá hvert slíkar fegrunaraðgerðir geta leitt okkur, eins og sannaðist vel í lýtalækningasögu Michael Jacksons heitins og sem gott er að hafa í huga.

Flokkar: Óflokkað · Dægurmál · heilbrigðismál · Lífstíll · Menning og listir · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn