Miðvikudagur 17.03.2010 - 16:23 - FB ummæli ()

Einelti og þunglyndi barna

 

einelti Í dag, á degi Reykjavíkurborgar í baráttunni gegn einelti, „dagur án eineltis“ erum við enn og aftur mynnt á gríðarlega algeng vandamál sem sérstaklega tengist börnunum okkar og ungmennum sem oft eru ansi afskipt. Áður hefur verið fjallað um hér á bloginu um aðstæður barna hér á landi tengt kreppunni sérstaklega. Vandamálin og kreppan geta auðvitað líka verið heima fyrir og sem varað var mikið við eftir reynslu Finna eftir kreppuna þar í landi fyrir þremur áratugum síðan. Einelti, sem er ofbeldi í ákveðinni mynd, er sennilega ein algengasta orsök þunglyndis meðal barna og unglinga. Sem veldur langvarandi sálarkvölum meðal þeirra og angist í mörg ár og jafnvel til fullorðinsára. Málið var til ítarlegrar umfjöllunar á Læknadögum í janúar. Þar kom meðal annars fram að sjúkdómseinkennin eru oft duldari og sjúkdómsmyndin oft önnur en hjá fullorðnum. Einkennin eru líka oft mistúlkuð og oft kennd við einkenni „unglingaveikinnar“, höfuðverkir, magaverkir, slen og slappleiki. Eða jafnvel sem mikil feimni. Afleiðingar viðvarandi kvíða og þunglyndis síðar þekkja hins vegar allir tengt andfélagslegri hegðun og vímuefnanotkun  unglinga og ungs fólks. Eins féttir af vaxandi fjölda barna sem þurfa að leita aðstoðar á BUGL (Barna- og unglingageðdeild Landspítalans).

Það verður að gefa einkennum barna sem bent geta til þunglyndis meiri gaum en gert er í dag, ekki síst í skólunum sjálfum og í heilsugæslunni. Aðal áherslan á að vera á stuðning og fyrirbyggjandi aðgerðir þar sem aðgerðir gegn einelti vegur hvað þyngst. Þar vegur fræðslan um samveruna þyngst, ásamt mikilvægi væntumþykju á náunganum. Fræðslustarf kirkjunnar kemur þannig að þessum málum einnig svo og allt tómstunda- og  íþróttastarf. Á þessa þætti alla  kemur mikið til með að reyna á tímum niðurskurðar í heilbrigðis og skólakerfinu.

Flokkar: Óflokkað · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn