Miðvikudagur 31.03.2010 - 15:48 - FB ummæli ()

Hvað skal barnið heita?

Ótrúlega lítið hefur verið rætt um hvað nýju gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi eiga að heita. Sumir vilja bíða og vilja sjá hversu stórt gosfjallið verður að lokum. Stungið hefur verið upp á heitinu Skjaldborg sem mér finnst gott nafn og nafn við hæfi á miklum tímamótum í Íslandssögunni. Fátt hefur verið meira rætt sl. misseri en hvernig koma megi heimilunum í landinu til hjálpar. „Skjaldborg um heimilin“ er slagorð sem allir koma til að muna eftir og skráð verður í sögubækur framtíðarinnar. Líkt og með gosinu sem átti sér nokkurn aðdraganda en sem kom samt á óvart, að þá gerðist hrunið í mannheimum óvænt,  þótt fyrirsjáanlegt væri!  En ólíkt því sem nú er að gerast á gosstöðvunum hins vegar og ótrúlegu sjónarspili náttúruaflanna sem e.t.v. vilja segja okkur eitthvað, að þá eru mannanna verk því miður ekki jafn stórkostleg.

Áður hef ég stungið upp á að hrauntungan sem hér sést á mynd sem  Christopher Lund tók (birt á heimasíðu hans sem allir verða að heimsækja og skoða) og sem leggst yfir gömlu gönguleiðina niður Bröttufönn gæti heitið Kreppuhæll eða Krepputá en Leggjarbrjótur hefði annars getað átt vel við ef það nafn lægi á lausu.  Fall er fararheill. Gleðilega páska!

Efnið var til umfjöllunar í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · Lífstíll · útivist

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn