Á köldum vormánuði þegar öskuský liggur yfir landinu og allt flug liggur niðri um ótiltekinn tíma er sennilega best að leggjast undir feld eins og Þorgeir Ljósvetningagoði gerði þegar hann þurfti að hugsa sitt ráð. Nóg er af vandamálum fyrir alla. Forsetinn hefur þó þrátt fyrir allt verið að reyna að blása í menn kjark og þor af sínu alkunna æðruleysi svo ekki eru öll sund lokuð og e.t.v sjáum við glætu i myrkrinu, svipað og eftir að Þór vann á vættunum forðum í Goðheimum. Aumingja mogginn er samt að fara á límingunum að forsetinn tjái sig of skilmerkilega við umheiminn og eyðileggi enn meir fyrir okkur í mannheimum. Því vilja andstæðingar hans og húskarlar koma á hann böndum. Nú eru góð ráð dýr og e.t.v. þarf forsetinn að láta af vígamóði sínum og leggjast líka undir feld áður en málskotsrétturinn verður tekinn af honum.