Þriðjudagur 27.04.2010 - 23:17 - FB ummæli ()

Leggjumst nú öll undir feld

thor

THOR/CNBC VIDEO 21.4.2010 Discussing the impact the Iceland volcano has had on Iceland's economy, with Olafur Grimsson, Iceland president

Á köldum vormánuði þegar öskuský liggur yfir landinu og allt flug liggur niðri um ótiltekinn tíma er sennilega best að leggjast undir feld eins og Þorgeir Ljósvetningagoði gerði þegar hann þurfti að hugsa sitt ráð. Nóg er af vandamálum fyrir alla. Forsetinn hefur þó þrátt fyrir allt verið að reyna að blása í menn kjark og þor af sínu alkunna æðruleysi svo ekki eru öll sund lokuð og e.t.v sjáum við glætu i myrkrinu, svipað og eftir að Þór vann á vættunum forðum í Goðheimum.  Aumingja mogginn er samt að fara á límingunum að forsetinn tjái sig of skilmerkilega við umheiminn og eyðileggi enn meir fyrir okkur í mannheimum. Því vilja andstæðingar hans og húskarlar koma á hann böndum. Nú eru góð ráð dýr og e.t.v. þarf forsetinn að láta af vígamóði sínum og leggjast líka undir feld áður en málskotsrétturinn verður tekinn af honum.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · Spaugilegt · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn