Þriðjudagur 01.06.2010 - 16:53 - FB ummæli ()

Borgin mín fríða

800px-Snow_White_and_the_Seven_Dwarfs_1

 Fá hugtök hafa jafn jákvæða merkingu og „fyrramálið“ enda vísar það til nýs dags með öllum þeim möguleikum og væntingum sem nýr dagur hefur upp á að bjóða. Í fyrramálið er maður væntanlega upplagður og úthvíldur. Fullur orku til að takast á við vandamál dagsins. Góðar ákvarðanir ru best teknar að morgni. En fyrst þarf dagurinn í dag að líða. Og svo nóttin. Svo kemur nýr dagur.

Í dag einkennist þjóðfélagsumræðan af vonleysi, skipulagsleysi, iðrun, ásökunum, kæruleysi, þekkingarleysi, stefnuleysi og svartsýni í bland við djók. Hvað er satt og hvað er logið. Orð skulu standa, eða svo var manni kennt, en nú má snúa meiningunni við eftir hentisemi hvers og eins. Ýmist meinar maður eða meinar ekki. Svört kómedía í bland við tregablandinn krimma. Sagan endalausa, enginn dagur og engin nótt. Sagan af Mjallhvíti sem svaf í heila

öld eftir að valdagráðuga stjúpan beitti öllum brögðum til að koma henni fyrir kattarnef, er þó mun sakleysislegri og hægt að segja barnabörnunum dag eftir dag. Það sama verður ekki sagt af raunveruleikanum í dag og sú saga endar ef til vill ekki eins vel. Og sú saga er ekki ævintýri. Hvers eiga börnin okkar að gjalda?

Við viljum nýjan dag, en fáum hann því miður ekki í bráð. Á meðan sefur þjóðin, ekki síst höfuðborgin. Mjallhvít svaf svefninum langa með veika von í brjósti að einhver gæti vakið hana að lokum. Hún var undir álögum og það var eins og tíminn stæði í stað. Það dugði lítið að hafa dvergana, sem reyndar voru sjö en ekki sex, og sem önnuðust hana eins vel og þeir gátu.

Það þurfti alvöru manneskju sem þótt vænt um hana, alvöru prins með alvöru hjarta til að hún vaknaði. Og sá Dagur kom. En ævintýrið heldur áfram hjá okkur í mannheimum.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn