Laugardagur 11.09.2010 - 09:24 - FB ummæli ()

Nýr dagur

HafnarfjordurÞessa mynd tók ég á leiðinni í vinnuna í gærmorgun í Hafnarfirði. Stór og mikill regnbogi blasti yfir bænum í lengri tíma. Eitt augnablik staldraði maður við og hugsaði með sér hvað væri svona sérstakt við þennan dag. Regnboginn gerði gæfumuninn. E.t.v. hefði verið betra að dagurinn í gær hefði verið í dag. En vonandi gaf regnboginn í gær samt fyrirheit um eitthvað gott í dag.

Í dag er svo nýr dagur, vonandi góður og fagur. Stóridómur verður upp kveðinn og ákveðið hvort Landsdómstóll fái lokaorðið. Hæstiréttur hefur ekkert með málið að segja eins og í öðrum málum okkar mannanna og spurning hvort vísa hefði ekki átt málinu bara strax í til „hins æðsta dómstóls“ eins og fordæmi er fyrir þessa daganna. En auðvitað er best að vita allan sannleikann. Ef að líkum lætur varðandi niðurstöðuna og jafnvel hver sem hún verður á dómsdegi okkar Íslendinga að þá er samt skynsamlegt að fara að huga strax að erfðaskránni fyrir kynslóðina sem á að taka við. Alþingi gæti þurft að leita hjálpar varðandi fósturforeldra og nærtækast er að leita skjóls til ættingja og vina. Við tölum gömlu norsku og Norðmenn eru okkar nánustu skyldmenni. Samkvæmt venjunni ættum við að leita fyrst til þeirra.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn