Sunnudagur 26.09.2010 - 13:33 - FB ummæli ()

Íslensku fossarnir og bankarnir

fossar1Sala listaverka til að borga upp skuldir gömlu bankanna erlendis er dálítið táknrænt fyrir stöðuna í dag. Og sem betur fer er kreppan ekki allsstaðar. Í gær var seld á uppboði hjá Sotheby´s í New York ljósmyndasería af íslensku fossunum eftir Ólaf Elíasson sem var áður í eign Lehman Brothers fyrir tæpl. hálfa milljón dollara eða um 53 milljónir íslenskra króna eins og mogginn greindi frá í morgun.

Ef aðeins ljósmyndir seljast á slíkar upphæðir, sem reyndar eru einstök listaverk, að þá getur maður líka ímyndað sér hvert raunverulegt virði sjálft myndefnið er. Þarna ræður auðvitað samspil einstaks myndlistamanns og stórkostlegar náttúru Íslands. Þvílíkt lán er að við eigum hvortveggja og nú bíðum við bara eftir Hörpunni til að fá athygli heimsins á íslenskri menningu á nýjan leik og fyrir hvað íslensk menning getur staðið.

Fréttin rifjar upp gamlar fréttir af listaverkasöfnum gömlu íslensku bankanna sem óvart gleymdist að verðmeta og selja með öðrum eignum og lánasöfnum þegar gömlu bankarnir voru einkavæddir í hasti á sínum tíma og vonandi verður nú rannsakað eins og ný þingsályktunartillaga felur í sér. Listaverkasafn sem var í raun almennings í þá daga. Við skulum vona að með þjóðnýtingu bankanna og áður en þeir voru aftur seldir á dögunum hafi eignarhaldið verið tryggt hjá þjóðinni og að sömu mistök hafi ekki verið gerð aftur og þessi söfn látin fylgja með, nú til erlendra eigenda. Um miklar þjóðargersemar er að ræða, sem í versta falli má selja til að bjarga okkur úr eigin skuldafeni þessa daganna. Eins minnir frétt dagsins á þær gersemar sem sjálfir fossarnir eru og við verðum að varðveita og fórna ekki öllu fyrir svo sem fyrir ódýra raforku.

Flokkar: Óflokkað · Dægurmál · Lífstíll · Menning og listir · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn