Þriðjudagur 02.11.2010 - 20:12 - FB ummæli ()

PT 109

November 22, 1963. "John F. Kennedy Has Been Taken From Us." | Carnegie  Council for Ethics in International AffairsÍ seinni tíð hef ég ekki verið mjög glöggur á að muna númer eða tölur enda oft kolruglaður í öllum þeim leyninúmerum sem ég þarf að kunna. Eitt númer kemur þó reglulega upp  í hugann og ég gleymi aldrei. Það er PT 109

Sjö ára gamall fór ég í Nýja bíó og sá myndina PT 109 um tundurskeytabátinn fræga, sem John F. Kennedy, síðar Bandaríkjaforseti (1960) var áhafnarmeðlimur á og sem var sökkt í seinni heimstyrjöldinni, nánar tiltekið 1943. Kennedy var síðar heiðraður fyrir að standa að frækilegri björgun 11 meðáhafnameðlima bátsins.

Allir krakkar vissu fyrir hvað forsetinn og stríðahetjan JFK stóð, ekki síst eftir að hann var skotinn til bana í Dallas 1963, aðeins 46 ára að aldri. Þvílíkar væntingar sem gerðar höfðu verið til ungs og glæsilegs forseta og þvílík fortíð. Hvernig hann var við það að leysa öll heimsins vandamál og skapa okkur öllum örugga framtíð. Í þá daga voru hetjur sannkallaðar hetjur og menn klárlega vondir eða góðir. Og þvílíkur tundurskeytabátur sem PT 109 var. Þetta var árið 1964.

Hvers vegna skildi maður vera að rifja þetta upp í dag, kominn vel á sextugs aldurinn á hinu „friðsæla“ Íslandi? Jú, jú, smá saman hefur komið í ljós að hetjurnar voru ekki allar þar sem þær voru séðar í byrjun og heimurinn ekki svart-hvítur. Jafnvel maður eins og JFK sem tekinn hafði verið í dýrlingatölu stjórnmálanna strax eftir andlát sitt, átti sér aðrar mannlegar hliðar og sem komu ekki í ljós fyrr en mörgum árum síðar. Hann var þó fyrst og fremst mannlegur og lifir í minni minningu sem tákngerfingur manns sem gat gefið heillri þjóð von og jafnvel heiminum öllum. Nú er maður reynslunni ríkari eins og á grönum má sjá og maður skilur betur en nokkuð annað, að einn maður skiptir ekki sköpum í heimsmálunum, heldur málstaðurinn og samstaðan. Einstakir menn eru bara oft sem puntdúkkur á réttum tíma og réttum stað. Nokkuð sem okkur hinum hugnasta að hafa fyrir framan okkur og leiða.

Á stríðstímum verða oft til hetjur. Í dag vantar okkur foringja til að sameina okkur um einhvern góðan málstað og stefnu. Manneskju með áræðni, kraft og elju eins og ég var reyndar búinn að kynnast strax á barnsaldri. Einhvern sem getur talað milliliðalaust til þjóðarinnar og sem allir treysta. Þótt við lifum á erfiðum tímum í mikilli upplausn, komum við ekki auga á óvininn. Við eigum í stríði við okkur sjálf. Óvinurinn hefur einhvern veginn læðst inn á milli okkar og er jafnvel einn af okkur. Við  finnum ekki foringjann og reiði okkar beinist að hvort öðru. Okkur vantar hetjur og að þora.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn