Í framhaldi af síðustu færslu minni um gluggann okkar verð ég að sýna ykkur þessa mynd frá Langjökli. Í raun ganga öll vísindi mest út á að finna orsakir og samband á milli hluta til að við getum lært af niðurstöðunum og þróað okkar samfélag betur. Þannig er hægt að rannsaka allskonar tengsl milli athafna okkar mannanna og breytinga í náttúrunni sem nú er minnt á með listaverki Bjargeyjar Ólafsdóttur á Langjökli. Listaverki sem verður best séð ofan úr geimnum. Heimsækið heimasíðuna http://earth.350.org/big-pictures/ og sjáið margar frábærar myndir alls staðar að úr heiminum.