Sennilega endurspeglar hátíðarhöld áramótanna hug þjóðarinnar betur en nokkuð annað, jafnt til fortíðarinnar og framtíðar. Spennan magnast upp síðustu daga ársins sem endar svo með át- og sprengiveislu á sjálft gamlárskvöld og langt fram á nýársdagsmorgun. Börnunum í okkur sjálfum hlakkar mikið til og nú loks fáum við að sletta ærlega úr klaufunum eftir að hafa þurft að sitja […]
Í lok árs er gott að rifja upp þann atburð sem valdið hefur manni mestum heilabrotum og undrun. Í gamla daga kunnu menn að lýsa því sem fyrir augu bar. Ekki síst þegar framkvæmdir höfðuðu til almennrar þekkingar og verkvits en sem í dag kallar á verkfræðikunnáttu. Þrýstingur landsbyggðarpólitíkusa við gæluverkefni sín er sjálfsagt að einhverju leiti […]
Áramót eru alltaf sérstök. Þá renna saman minningar af atburðum sem allir verða að horfast í augun við öðru hvoru, áföllum og sorgum. Ár sem hlýtur að hafa verið okkur öllum eftirminnilegt á einhvern hátt, og sem vekur upp væntingar þess sem koma skal og söknuð þess sem aldrei getur komið aftur. Áramótin er líka tími loforða um að gera […]
Á jólunum er við hæfi að koma með smá hugvekju enda fæðist þá jólabarnið í manni og maður lítur öðrum augum á umhverfið. Boðskapur jólanna er svo sem alltaf skýr enda hugsum við þá meira hvert um annað. Lífið er þó ekki alltaf gefið og hver og einn er sinn gæfu smiður að vissu marki. Við getum líka öll lagt ýmislegt að mörkum […]
Neðanritað er yfirlýsing formanns Læknafélag Íslands, Birnu Jónsdóttur, vegna umræðu að aðrar heilgbrigðisstéttir geti gengið i störf heimilækna. Sérstaklega vill undirritaður taka undir þetta álit Læknafélags Íslands sem kom fram í bréfinu sem félagið sendi heilbrigðisráðherra, Alþingi og forstjórum heilbrigðisstofnana um landið. Því til staðfestingar sendir undirritaður einnig áskorun til allra þingmanna þar að lútandi […]
Á leið minni til vinnu í morgun hlustaði ég á útvarpið í bílnum eins og ég svo sem geri alltaf. Stundum flakka maður á milli rásanna, aðalega Bylgjunnar og Rásar 2. Í morgun hafði Rás 2 vinninginn. Rétt áður hafði verið fréttaumfjöllun á Bylgjunni hjá Gissuri hvaða jóalmatur væri vinsælastur í ár og að kalkúnninn væri kominn […]
Umræða í fjölmiðlum af hálfu hjúkrunarfræðinga, sjúkraþjálfara og þingmanna um málefni heilsugæslunnar er sérstök þessa daganna. Ekki það, að mikið hefur vantað upp á málefnalega umræðu um uppbyggingu heilsugælslunanr sl. áratugi. Ekki síst af hálfu þeirra sem best eiga til að þekkja, sjálfum heilsugæslulæknunum. Þeir hafa sennilega allt of mikið að gera og öðrum hnöppum að hneppa en skrifa í blöðin. Þeirra […]
Oft er erfiðara að fjalla um persónulega reynslu en þjóðmálin, þótt hvortveggja litist af hvoru öðru. Hversdagsleikinn og neikvæðnin heur átt allt of stóran hluta í hugsunum okkar síðastliðið ár, enda geisað mikið gjörningaveður í þjóðfélaginu og sem reynt hefur mikið á okkur öll. Árin líða hins vegar hraðar og hraðar eftir sem við eldumst og sem betur fer fjölgar líka minnisvörðunum […]
Eftir sennilega bestu jólagjöf Íslandssögunnar, afsláttinn sem ávannst með nýjum Icesave samningi, líður manni samt einkennilega. Tómlæti og grámygla hversdagsins kemur fyrst upp í hugann og maður veit ekki hvort maður á að gleðjast eða gráta. Upplit ráðamanna gefur heldur ekki neinn fyrirboð um tilfinningarnar og úti er allt grátt eða svart. Samt er eitthvað kunnuglegt í gangi. […]
Svarið við þessari spurningu er auðvitað nei þótt nú í kreppunni megi finna rök fyrir því að hægakstur í þröngum umferðargötum og sífeld stopp á ljósum við erfið umferðargatnamót auki á eldsneytiskostnað og seinki okkur aðeins þegar okkur liggur mikið á. Auðvitað er öryggið fyrir öllu. Í morgun las ég eins og landsmenn í Fréttablaðinu um hugmyndir ákveðinna þingmann […]