Föstudagur 10.12.2010 - 21:14 - FB ummæli ()

Grýluflókinn

Eftir sennilega bestu jólagjöf Íslandssögunnar, afsláttinn sem ávannst með nýjum Icesave samningi, líður manni samt einkennilega. Tómlæti og grámygla hversdagsins kemur fyrst upp í hugann og maður veit ekki hvort maður á að gleðjast eða gráta. Upplit ráðamanna gefur heldur ekki neinn fyrirboð um tilfinningarnar og úti er allt grátt eða svart. Samt er eitthvað kunnuglegt í gangi. Það hvín aðeins í gluggunum og það er hrollur í manni þótt úti sé hlýtt. Sennilega er nóg að heyra Icesave nefnt nógu oft á nafn til að maður fái gæsahúð eins og þegar maður hlustar á góða draugasögu. Ef til vill er þetta þó bara kjánahrollur.

Hugsunin um allt umstangið með þjóðaratkvæðisgreiðsluna og ástandið á Bessastöðum fyrir ári er þó raunveruleg martröð. Rauði bjarminn á húsveggjunum og allur reykurinn af blysunum þegar þjóðin sat um forsetann okkar og kallaði á hjálp. Að það skuli vera raunhæfur möguleiki að það sama geti gerst aftur er samt eins og að upplifa nýjan slæman draum þar sem maður situr fastur í lopaflóka, glaðvakandi og reynslunni ríkari, en kolvilltur. Sem lítið barn var maður hræddastur við hana Grýlu og ljótastur var hárflókinn hennar, grásvartur og hvítur.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn