Mánudagur 03.01.2011 - 01:11 - FB ummæli ()

Janúarþoka og drunur í fjöllum

Nýárið er komið eins og flestir spáðu að myndi koma. Árið 2011 er auðvitað aðeins ein tala í endalausri talnaröð sem var núllstillt af hentisemi fyrir rúmlega tvöþúsundum árum síðan. Samt finnst okkur einhvernvegin hvert ár byrja sem byrjun á nýrri atburðarrás en sem í raun telur aðeins árstíðar sem að lokum verða að ári. Og við eldumst að sama skapi um eitt ár í senn. Hvert ár er okkur dýrmætt enda höfum við ekki úr allt of mörgum að spila. Nýjustu spár herma þó að eftir um hálfa öld megi búast við að yfir 50.000 Íslendingar nái að verða 100 ára og eldri.

Í kvöld drynur í Eyjafjallajökli og sveitungunum þar er ekki sama. Það hafa reyndar komið einkennileg garnahljóð frá jöklinum sl.mánuði þótt gosið sé fyrir nokkru afskrifað og skjálftavirkni mælist þar engin. Á sama tíma og miðbær Reykjavíkur líkist meira síðbúnu haustkvöldi í London með dimmri þoku og ævintýralegum skuggum í húsasundunum. Túristar samt á hverju horni að taka myndir af húsunum, gömlu trjánum og jólaljósunum, sælir minninga frá því í fyrrakvöld þegar okkur tókst að lýsa upp himininn og fá þá til að gleyma sjálfum norðurljósunum. Sjáum nú til hvað hversdagsdagurinn ber í skauti sér og rétt er að hlusta eftir öllum spádómum því það eru ekki alltaf jólin.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn