Í fréttum var nýlega greint frá 10 ára stúlku sem fann nýja óþekkta sprengistjörnu sem kallast öðru nafni supernova, í M100 stjörnuþokunni. Um er ræða sól sem springur og getur tekið áratugi fyrir ljósið að berast til jarðar. Í nóvember fannst önnur sprengistjarna sem sennilega var milljónsinnum stærri en sólin okkar og sem samkvæmt útreikningum sprakk árið 1979 (sjá meðfylgjandi mynd). Þar er nú í dag væntanlega stórt svarthol í geimnum.
Stundum heldur maður að það sé betra að vita ekki of mikið því þá verður maður oft svo agnarsmár. En gamalt máltæki segir, fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla. Verst samt hvað við leysum oft einföldustu verkefni í daglega lífinu illa af hendi, þrátt fyrir stóra drauma. Einhverntíman á samt það sama fyrir okkar sólu og sólkerfi að liggja og sýnt er á þessari ógnarfallegu mynd, að enda í endalausu svartnætti og algleymi.
Ef hins vegar 10 ára stúlka getur séð stóru myndina sem við sjáum ekki, er ekki öll nótt úti. Það eitt gefur vonir um betri framtíðarlausnir fyrir mannkynið, þegar þar að kemur.