„Nei“-ið varð ofan á, því miður. Eins og mig grunaði að gæti orðið raunin og síðasta vonin slokknaði. Þegar horfði ég í augu frosksins míns í gærkvöldi. Hvernig og af hverju gátum við hvorugur svarað. Vinur minn í 10 ár sem lifað hefur allan sinn tíma með gullfiskunum og dafnað í sínu verndaða umhverfi. Vistkerfi, algjörlega út af fyrir sig, þar sem ríkir stöðugt góðæri, ef ég fæ einhverju ráðið.
Í sumum ævintýrum er froskurinn prins í álögum. Ekki froskurinn minn, því miður. Í mínu ævintýri er það ég og þjóð mín sem er undir álögum. Draumur sem breyttist í martröð einn góðan dag og sem engan endi ætlar að taka.
Klofin þjóð, klofið þingi og stór gjá þar á milli. Auðvitað vill enginn kjósa yfir sig fjárhagsskuldbindingar, ef hjá verður komist. Hvernig spyr maður? En við höfðum aldrei það val.
Eftir stendur hnípin þjóð í vanda. Spurningar vakna um næstu skref. Hver kemur okkur nú til bjargar? Við getum auðvitað vonað að einhver komi og kyssi okkur á ennið. Leyst okkur úr álögunum, eins og í ævintýrunum. En hver trúir ævintýrum í dag?
Þetta ástand völdum við og við ráðum alltaf hverju og hverjum við trúum? Geta menn líka orðið að tröllum og tröllin að steinum eins og sagt var í þjóðsögunum okkar? Örlög sem enginn kaus sér.