Mánudagur 11.04.2011 - 09:59 - FB ummæli ()

Hafin er bólusetning gegn eyrnabólgum á Íslandi

Það eru ekki allar fréttir jafn ömurlegar þessa daganna. Það var að minnsta kosti gleðilegt að fá staðfestingu á því um helgina að hefja ætti bólusetningu gegn pneumókokkasýkingum barna sem fædd eru 2011. Helst hefði auðvitað átt að bjóða öllum börnum til 3 ára aldurs bólusetninguna ókeypis, til að ná upp sem fyrst hjarðónæmi gegn þeim stofnum sem oftast valda slæmum eyrnabólgum barna og sem eru hvað ónæmastir fyrir sýklalyfjunum. Foreldrar eldri barna þurfa að borga bólusetninguna sjálf, kjósi þau þess. Mest um munar samt að yngstu börnin séu bólusett í ár enda alvarlegustu sýkingarnar algengastar meðal þeirra.

Um helmingur af öllum komum veikra barna til lækna er vegna miðeyrnabólgu og afleiðinga hennar. Meirihluti sýklalyfjanotkunar barna er vegna miðeyrnabólgu og um 20% af ávísuðum sýklalyfjum alls í þjóðfélaginu. Því er til mikils að vinna. Mjög mikilvægt er, að á sama tíma og farið verður að bólusetja börnin, verði sýklalyfjanotkun og greining miðeyrnabólgu gerð markvisssari en verið hefur, því annars er hætt við að nýjir sýklalyfjaónæmir stofnar komi í stað þeirra sem bólusett er gegn.

Styrkja þarf heilsugæsluna til að hún geti sinnt veikindum barna betur en hún gerir í dag og bætt greiningar og eftirfylgni, ekki síst á miðeyrnabólgu barna, m.a. með rafrænni myndatöku af eyrnabólgubreytingum á hljóðhimnu eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Þannig getum við betur fylgt eftir alþjóðlegum leiðbeiningum um meðferð miðeyrnabólgu eins og reyndar klínískar leiðbeiningar Landlæknis gerir ráð fyrir og Alþjóðlega heilbrigðisstofnunin (WHO) var að hvetja til fyrir helgi. Heilsugæslunni á að vera þetta verkefni mikið kappsmál enda um einn stærsta heilbrigðisvanda ungbarna á Íslandi í dag að ræða og sem lögð hefur verið mikil vinna í að sjá hvað betur má gera í verklaginu sl. áratugi.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · heilbrigðismál · Lífstíll · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn