Fimmtudagur 14.04.2011 - 14:11 - FB ummæli ()

Nýtt líf

Í dag, 14. apríl er bókasafnsdagurinn. Dagur sem á sér gamlar og góðar minningar um staði sem í dag gegna nýju og breyttu hlutverki miðað við þá gömlu góðu daga þegar lestur bóka einskorðaðist að mestu við lán á bókum. Í bókasöfnum þar sem bókaormarnir komu nánast daglega og átu allt upp. Í dag á tölvuöld, ef til vill meira afdrep til að fá að vera í friði með bókunum sínum og staður fyrir þá sem þurfa aðgang að bókasöfnum heimsins með rafrænum aðgangi og kaffisopa. Jafnvel heima í stofu í gegnum tölvuna sína. Nýtt hlutverk með nýjum tíma.

Nú eru líka nýir tímar í pólitíkinni og ríkisstjórnin traust á velli eftir gustur og næðing síðastliðnar vikur og daga. Ferskir vindar sem blása í mann nýju lífi og von um betri tíð, jafnvel með blóm í haga. Vorhretið sem er orðið ansi langdregið hefur dregið mann niður. Í morgun hlutaði ég á viðtal á Rás 1 við Jónas R. Jónsson fiðlusmið með meiru. Tónslistarmann og dagskrágerðamann sem hefur tekið sér ólíkt fyrir hendur um ævina. Jafnvel gengt því hjartfólgna hlutverki að vera umboðsmaður sjálfs íslenska hestsins. Poppari af guðs náð og listamaður sem hefur þroskast á eigin vegum og á sér nú nýtt líf. Hann sagði í viðtalinu frá þeirri tilfinningu að getað skapa gömlum fiðlum og öðrum hljóðfærum nýju lífi. Líf sem slokknaði jafnvel fyrir mörgum öldum. Hljóðfæri sem síðan býr til tóna til að hressa upp á lífið hjá okkur hinum.

Gluggarnir á verkstæðinu hans Jónasar eru stórir og hann sagði frá því þegar hann ákvað frekar að hafa þá opna en birgða eins og upphaflega stóð til. Til að fá birtuna inn og leyfa vegfarendum að njóta gripanna sinna. Meðal annars gamalla fiðla sem hanga upp á vegg. Sjón sem fær vegfarendur til að staldra við og brosa. Endurminningar um söguna sem við sjálf skópum. Endurminningar um tónlistina sem börnin okkar spiluðu og sem alltaf má vekja til lífsins aftur. Um leið og Jónas nýtur samskipta við umheiminn sem hann þarfnast, til að gæða gömlu hljóðfærin sín nýju lífi.

Bækur lifa oft sjálfstæðu lífi og tónlistin er líka stór hluti af menningararfinum. Það fer því vel saman að minnast þess hvortveggja sem vekur upp lífið í kringum okkur. Til hamingju með daginn.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · Lífstíll · Menning og listir · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn