Mánudagur 02.05.2011 - 23:38 - FB ummæli ()

Maísól á Esjunni

Síðdegis fór ég með konunni í síðdegisgöngu á Esjuna. Á fyrsta sumardeginum, ef svo má segja. Í 17° hita og drottningin skartaði svo sannarlega sínu fegursta. Kórónan sjaldan fallegri og tignarlegi, svo hvít og stór en samt svo fínleg. Það var eins og hún gréti gleðitárum þar sem lækjasprænurnar fossuðu fram úr giljunum.

Á toppnum var hjarnið ótrúlega slétt og glansandi í allar áttir, eins og jökull. Sólin hreinlega lék sér á breiðunni og allt í einu var eins og maður væri kominn á topp veraldar þar sem við áttum ein heima. Aðeins sólin ofar og blár himininn. Önnur fjöll svo fjarska lág. En yfir höfuðborginni lá mistur. Mistur vandamála og amsturs. Þar sem við flest eigum heima.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · Lífstíll · útivist

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn