Þriðjudagur 17.05.2011 - 10:22 - FB ummæli ()

Óskalög sjúklinga

Í gamla daga sem barn ímyndaði ég mér oft að sjúklingar væru sérstakur þjóðfélagshópur. Gamalmenni og óheppið fólk sem fengi alvarlega sjúkdóma sem þyrfti síðan að leggjast inn á spítala. Fólk sem síðan lægi þar oft í langan tíma. Stundum allt of lengi, en sem vikulegir óskalagaþættir í útvarpinu styttu stundirnar. Óskalög sjúklinga á RÚV voru enda dægurlög þess tíma og sem heyrðust lítið undir öðrum kringumstæðum. Við hin fengum þá að njóta og óskuðum jafnharðan þeim sem fengu óskinrnar, góðs bata. Angurvær lög fengu mann síðan til að klökkna, enda ímyndaði maður sér að hjá sumum væri þá stutt eftir. „Söknuður“, í flutningi nafna míns Vilhjálmssonar og „Heyr mína bæn“ í flutningi systur hans Ellýar Vilhjálmsdóttur voru nær spiluð í hverjum þætti og skýrskotuðu til þess sem koma skyldi. Lög sem eru ógleymanlegar perlur og sem fá mig oft til að hugsa um „óskalög“ sjúklinganna minna í dag.

Flokkar: Óflokkað · Bloggar · Dægurmál · heilbrigðismál · Íþróttir · Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Vilhjálmur Ari Arason
Höfundur er heimilislæknir (1991) en starfar nú á Slysa- og bráðamóttöku LSH. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins frá 2009 - 2015. Sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja. Hef átt sæti í Sóttvarnaráði sem fulltrúi LÍ, skipaður af heilbrigðisráðherra árið 2013 og 2017.
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn